Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:59 Mynd/Nordic Photos/Getty Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira