Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:16 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Sjá meira
Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Sjá meira