Úkraínska fimmtarþrautarkonan Natallia Dobrynska tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í fimmtarþraut í kvöld á Heimsmeistaramóti innanhúss sem stendur nú yfir í Istanbul í Tyrklandi. Dobrynska setti nýtt heimsmet með því að ná í 5013 stig en hún háði harða keppni við breska heimsmeistarann Jessicu Ennis.
Natallia Dobrynska bætti þarna tuttugu ára heimsmet Irinu Belova sem var 4991 stig en sú úkraínska var fyrsta konan í sögunni til að fara yfir 5000 stigin í fimmtarþraut. Dobrynska bætti líka mótsmet Jessicu Ennis frá því á HM í Birmingham 2010 en það var 4937 stig.
Jessicu Ennis varð heimsmeistari fyrir tveimur árum en Dobrynska hafði aldrei náð að vinna á HM innanhúss. Dobrynska varð líka í öðru sæti árið 2004. Það dugði ekki Ennis að ná í 4965 stig og setja nýtt breskt met.
Austra Skujyte frá Litháen varð síðan í þriðja sæti með 4802 stig en það var nýtt litháenskt met. Þetta var því svo sannarlega söguleg þraut.
Dobrynska setti heimsmet í fimmtarþraut kvenna | Fyrst yfir 5000 stig
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“
Körfubolti


Hollywood-liðið komið upp í B-deild
Fótbolti



„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn