Malaga styrkti stöðu í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri, 1-2 á Espanyol nú fyrr í dag. Espanyol komst yfir í leiknum með marki frá Philippe Coutinho en hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy jafnaði leikinn á 75. mínútu. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem varnarmaðurinn, Martin Demichelis tryggði sínum mönnum stigin þrjú.
Malaga er því í fjórða sæti deildarinnar eftir umferð helgarinnar og eru þeir jafnir á stigum við Valencia, sem sitja í þriðja sætinu. Bæði lið eru með 47 stig þegar níu umferðir eru eftir af spænska boltanum en efstu fjögur sætin gefa meistaradeildarsæti. Þar fyrir neðan koma spútniklið Levante sem eru með 44 stig og Osasuna með 43 stig.
Mikið er undir hjá Malaga en það er orðið eitt ríkasta félag heims. Félagið er í eigu katörsku konungsfjölskyldunnar, sem keypti liðið árið 2010. Miklum fjármunum hefur verið dælt í liðið og eru væntingarnar eigendanna eftir því.
Meistaradeildardraumur Malaga í augsýn
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn


