Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2012 14:47 Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV. Mynd/ Eyjafrettir.is „Þetta var mjög svekkjandi tap," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. Staðan í einvíginu er 1-1 og því þarf oddaleik í Vestmannaeyjum til að skera út um hvort lið komist í undanúrslit. Svavar ber dómurum leiksins ekki góðar kveðjur og beinir spjótum sínaum aðallega að öðrum þeirra. Í umræddu viðtali heldur Svavar því fram að hann hafi mætt til leiks angandi af áfengislykt og þar að leiðandi dæmt eins og að hann væri ölvaður. „Við lendum í miklum mótbyr í dag og ég er brjálaður út í dómara leiks. Ég hef aldrei á ævi minni gagnrýnt dómara eftir leik en núna get ég hreinlega ekki setið á mér." „Við leggjum mörg hundruð klukkustundir í vinnu allt tímabilið til að komast í úrslitakeppnina og síðan sendir HSÍ dómara sem kemur angandi af áfengisfýlu. Þetta er algjör skömm og hrein niðurlæging fyrir okkur." „Hann dæmdi leikinn eins og að hann væri fullur. Þær fengu 13 vítaköst og skoruðu alls 20 mörk, við fengum bara tvö vítaköst. Þetta var langt frá því að vera sanngjarnt. Við eigum upptöku af leiknum og ég krefst þess að HSÍ skoði hana." Bjarni Viggósson og Júlíus Sigurjónsson dæmdu leikinn í gær.Hér má sjá viðtalið á Sport.is í heild sinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Þetta var mjög svekkjandi tap," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. Staðan í einvíginu er 1-1 og því þarf oddaleik í Vestmannaeyjum til að skera út um hvort lið komist í undanúrslit. Svavar ber dómurum leiksins ekki góðar kveðjur og beinir spjótum sínaum aðallega að öðrum þeirra. Í umræddu viðtali heldur Svavar því fram að hann hafi mætt til leiks angandi af áfengislykt og þar að leiðandi dæmt eins og að hann væri ölvaður. „Við lendum í miklum mótbyr í dag og ég er brjálaður út í dómara leiks. Ég hef aldrei á ævi minni gagnrýnt dómara eftir leik en núna get ég hreinlega ekki setið á mér." „Við leggjum mörg hundruð klukkustundir í vinnu allt tímabilið til að komast í úrslitakeppnina og síðan sendir HSÍ dómara sem kemur angandi af áfengisfýlu. Þetta er algjör skömm og hrein niðurlæging fyrir okkur." „Hann dæmdi leikinn eins og að hann væri fullur. Þær fengu 13 vítaköst og skoruðu alls 20 mörk, við fengum bara tvö vítaköst. Þetta var langt frá því að vera sanngjarnt. Við eigum upptöku af leiknum og ég krefst þess að HSÍ skoði hana." Bjarni Viggósson og Júlíus Sigurjónsson dæmdu leikinn í gær.Hér má sjá viðtalið á Sport.is í heild sinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira