Ótrúleg velgengni Chelsea undir stjórn Di Matteo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2012 23:08 Di Matteo fagnar eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti