Forsetaefnin fjalla um málskotsréttinn 9. júní 2012 13:01 Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?Andrea Ólafsdóttir sagði málskotsréttinn vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembivalinn þjóðfundur móta viðmiðunarreglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að forseti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) - en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar.Ari Trausti segir málskotsréttinn vera neyðarhemil Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda.Hannes Bjarnason mun aðeins beita réttinum ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla!Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera grundvallarregluna Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnarskrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.Ólafur Ragnar Grímsson segir málskotsréttinn fela í sér lýðræðislegan rétt þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Málskotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta.Þóra Arnórsdóttir segir aðeins eiga að nota málskotsréttinn í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu samþykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?Andrea Ólafsdóttir sagði málskotsréttinn vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembivalinn þjóðfundur móta viðmiðunarreglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að forseti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) - en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar.Ari Trausti segir málskotsréttinn vera neyðarhemil Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda.Hannes Bjarnason mun aðeins beita réttinum ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla!Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera grundvallarregluna Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnarskrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.Ólafur Ragnar Grímsson segir málskotsréttinn fela í sér lýðræðislegan rétt þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Málskotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta.Þóra Arnórsdóttir segir aðeins eiga að nota málskotsréttinn í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu samþykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira