Flosi frá Keldudal og Sigurbjörn Bárðarson, knapi hans, voru fljótastir í fyrri umferð 250 metra skeiðsins á Landsmóti hestamanna í Víðidal í kvöld.
Hellidemba setti svip sinn á keppnina en veðrið hefur leikið við keppendur og áhorfendur í Víðidal þar til væta gerði vart við sig í dag.
Flosi og Sigurbjörn fóru metrana 250 á 22,58 sekúndum. Næstir á eftir þeim komu Korði frá Kanastöðum og Teitur Árnason á 22,64 sekúndum.
Síðari umferð skeiðsins fer fram klukkan 16.15 á morgun.
Flosi fljótastur í fyrri umferð 250 metra skeiðsins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti




