Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 18:30 Mourinho í leiknum umtalaða á Nou Camp á síðasta ári. Nordicphotos/Getty Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. Allt ætlaði um koll að keyra í viðureign liðanna við sama tilefni á síðasta ári. Leikmenn liðanna hnakkrifust við hliðarlínuna fyrir framan varamannabekk Barcelona. Gekk þá Mourinho aftan að Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Börsunga, og potaði í auga hans. Mourinho hlaut tveggja leikja bann fyrir hátterni sitt sem gilti þó aðeins í þeirri keppni, Ofurbikarnum. Hann hefði því átt að taka út leikbannið í leikjunum í lok ágúst en ekkert verður af því. Eins leiks banni yfir Vilanova, fyrir viðbrögð hans við árás Mourinho, var einnig aflétt. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá spænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem dregið var í leikjaniðurröðun komandi tímabils. Forseti sambandsins, Angel Maria Villar, hefur vald til þess að milda eða fella niður leikbönn. Villar var kjörinn forseti til fjögurra ára í febrúar síðastliðnum en í hönd er farið sjöunda kjörtímabil hans. Vilanova, sem í dag gegnir stöðu knattspyrnustjóra Barcelona, og Mourinho verða því báðir á hliðarlínunni í leikjunum tveimur. Fróðlegt verður að sjá hvernig Sandro Rosell, forseti Barcelona, bregst við tíðindunum. Hann lét hafa eftir sér að Barcelona gæti ekki liðið það að ekki yrði refsað fyrir ofbeldi gagnvart þjálfara félagsins. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. Allt ætlaði um koll að keyra í viðureign liðanna við sama tilefni á síðasta ári. Leikmenn liðanna hnakkrifust við hliðarlínuna fyrir framan varamannabekk Barcelona. Gekk þá Mourinho aftan að Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Börsunga, og potaði í auga hans. Mourinho hlaut tveggja leikja bann fyrir hátterni sitt sem gilti þó aðeins í þeirri keppni, Ofurbikarnum. Hann hefði því átt að taka út leikbannið í leikjunum í lok ágúst en ekkert verður af því. Eins leiks banni yfir Vilanova, fyrir viðbrögð hans við árás Mourinho, var einnig aflétt. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá spænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem dregið var í leikjaniðurröðun komandi tímabils. Forseti sambandsins, Angel Maria Villar, hefur vald til þess að milda eða fella niður leikbönn. Villar var kjörinn forseti til fjögurra ára í febrúar síðastliðnum en í hönd er farið sjöunda kjörtímabil hans. Vilanova, sem í dag gegnir stöðu knattspyrnustjóra Barcelona, og Mourinho verða því báðir á hliðarlínunni í leikjunum tveimur. Fróðlegt verður að sjá hvernig Sandro Rosell, forseti Barcelona, bregst við tíðindunum. Hann lét hafa eftir sér að Barcelona gæti ekki liðið það að ekki yrði refsað fyrir ofbeldi gagnvart þjálfara félagsins.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45