Mikill viðbúnaður við dómshúsið í Moskvu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2012 18:45 Pussy Riot í dómsal í dag mynd/afp Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt. Konurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Þær voru fundar sekar um óeirðir og guðlast. Konurnar stóðu fyrir pönkbæn í dómirkju í Moskvu í febrúar. Þar sungu þær mótmælasöngva og beindust þeir að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútin til forseta Rússlands. Konurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í dómkirkjunni biðluðu konurnar til Maríu meyjar um að bjarga Rússlandi frá Pútín en hann var kjörinn til embættis forseta tveimur vikum eftir að konurnar voru handteknar. Konurnar hafa beðist afsökunar á að hafa móðgað einhvern með gjörningnum. Dómarinn taldi afsökunarbeiðnina vera óeinlæga. Ljóst var að konurnar hefðu verið sakfelldar rétt fyrir hádegi í dag. Dómsuppkvaðning stóð yfir í nokkrar klukkustundir áður en dómari kom loks að refsingunni. „Tolokonnikova, Samutsvich og Alekchina frömdu óspektir, brutu með öðrum orðum gróflega gegn allsherjarreglu, með augljósu virðingarleysi fyrir samfélaginu, drifið áfram af hatri á trúarbrögðum og fjandskap í þeirra garð með það í huga að sýna hatur gagnvart þjóðfélagshópi. Þetta var gert af ráðnum hug," sagði dómarinn Marina Syrova í dag. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Moskvu. Fjöldi stuðningsmanna þremenninganna mótmæli þar meðferð rússneskra yfirvalda á konunum. Þá var rússneski skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov handtekinn fyrir dómshúsið í dag. Sakfellingu kvennanna hefur verið mótmælt víða um heim í dag en hundruð stuðningsmanna Pussy Riot komu saman í París, Brussel og Tel Aviv. Andóf Pussy Riot Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt. Konurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Þær voru fundar sekar um óeirðir og guðlast. Konurnar stóðu fyrir pönkbæn í dómirkju í Moskvu í febrúar. Þar sungu þær mótmælasöngva og beindust þeir að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútin til forseta Rússlands. Konurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í dómkirkjunni biðluðu konurnar til Maríu meyjar um að bjarga Rússlandi frá Pútín en hann var kjörinn til embættis forseta tveimur vikum eftir að konurnar voru handteknar. Konurnar hafa beðist afsökunar á að hafa móðgað einhvern með gjörningnum. Dómarinn taldi afsökunarbeiðnina vera óeinlæga. Ljóst var að konurnar hefðu verið sakfelldar rétt fyrir hádegi í dag. Dómsuppkvaðning stóð yfir í nokkrar klukkustundir áður en dómari kom loks að refsingunni. „Tolokonnikova, Samutsvich og Alekchina frömdu óspektir, brutu með öðrum orðum gróflega gegn allsherjarreglu, með augljósu virðingarleysi fyrir samfélaginu, drifið áfram af hatri á trúarbrögðum og fjandskap í þeirra garð með það í huga að sýna hatur gagnvart þjóðfélagshópi. Þetta var gert af ráðnum hug," sagði dómarinn Marina Syrova í dag. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Moskvu. Fjöldi stuðningsmanna þremenninganna mótmæli þar meðferð rússneskra yfirvalda á konunum. Þá var rússneski skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov handtekinn fyrir dómshúsið í dag. Sakfellingu kvennanna hefur verið mótmælt víða um heim í dag en hundruð stuðningsmanna Pussy Riot komu saman í París, Brussel og Tel Aviv.
Andóf Pussy Riot Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira