Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega? 19. september 2012 10:00 Roberto Di Matteo fagnar hér Meistaradeildartitlinum s.l. vor. Nordic Photos / Getty Images Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti