Hjördís Eiríksdóttir og Orri Þór Jónsson hafa verið útnefnd blakfólk ársins af stjórn blaksambands Íslands.
Hjördís Eiríksdóttir, sem leikur með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni, er aðeins tvítug að aldri. Hún var fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki sem tók þátt í undankeppni Evrópumóts smáþjóða í Lúxemborg í maí.
Hjördís var meðal stigahæstu leikmanna Mikasa-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hún er burðarás í liði Stjörnunnar og meðal stigahæstu leikmannadeildarinnarþ
Orri Þór Jónsson leikur með HIK Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni. Orri gekk í raðir félagsins frá uppeldisfélagi sínu HK í sumar en hann varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Hann var meðal stigahæstu leikmanna Mikasa-deildarinnar og var einn af burðarásum íslenska A-landsliðsins í undankeppni Evrópumóts smáþjóða á Möltu í vor.
Orri náði einnig góðum árangri í strandblaki í sumar þegar hann endaði í 3. sæti Íslandsmótsins með félaga sínum úr landsliðinu, Róberti Karli Hlöðverssyni.
Hjördís og Orri Þór blakfólk ársins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Fram einum sigri frá úrslitum
Handbolti

„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn


Selfoss jafnaði metin
Handbolti

„Bara einn leikur og áfram með smjörið“
Körfubolti



„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik”
Íslenski boltinn
