Matthías ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í blaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2012 18:41 Matthías Haraldsson Mynd/Blaksamband Íslands Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár. Matthías er núverandi þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstaðar og er þetta hans annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði Matthías yngri flokka í heimabæ sínum. „Ég er búinn að vera að þjálfa meira og minna síðan ég var 16 ára meðfram því að vera leikmaður," segir Matthías í viðtali á heimasíðu Blaksambands Íslands. Matthías sneri heim til Íslands fyrir þremur árum eftir námsdvöl í Danmörku. Í Danmörku spilaði Matthías með þremur félögum í Óðinsvéum þar sem hann bjó í sex ár. Fyrst spilaði hann með Fortuna Odense og þá DHG í 1. deildinni. Frá árinu 2006 lék Matthías sem frelsingi* hjá Marienlyst og vann liðið fjóra titla á tveimur árum. Leiktímabilið þar á eftir (2007-2008) var Matthías kosinn besti frelsinginn í dönsku deildinni og liðið varði bikarmeistaratitilinn, vann dönsku deildina og varð Danmerkurmeistari. Samhliða spilamennsku í Danmörku þjálfaði Matthías unglingalið stúlkna hjá Fortuna Odense og spilar nokkrar þeirra nú í dönsku deildinni. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri og tel mig tilbúinn í verkefnið. Framundan eru gríðarlega spennandi og skemmtileg verkefni sem alla langar til að taka þátt í og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ná góðum árangri með liðið," segir Matthías en bæði landslið Íslands taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 í vor og fara á Smáþjóðaleika í Luxemborg. Á næstu vikum mun Matthías tilkynna stóran úrtökuhóp fyrir kvennalandsliðið og reiknar hann með því að liðið verði skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reyndari.*Frelsingi er leikmaður í blaki kemur inn fyrir mann í afturlínunni. Skiptingin verður að vera þegar boltinn er úr leik og má frelsinginn aðeins skipta við einn mann á milli stiga. Frelsinginn má gera allt fyrir aftan sóknarlínu svo lengi sem hann hoppar ekki þannig að úr verði sóknarslag fyrir ofan netbrún. Ef frelsingi spilar með fingurslagi fyrir innan þriggja metra línuna má sóknarmaðurinn ekki slá boltann fyrir ofan netbrún. Innlendar Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sjá meira
Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár. Matthías er núverandi þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstaðar og er þetta hans annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði Matthías yngri flokka í heimabæ sínum. „Ég er búinn að vera að þjálfa meira og minna síðan ég var 16 ára meðfram því að vera leikmaður," segir Matthías í viðtali á heimasíðu Blaksambands Íslands. Matthías sneri heim til Íslands fyrir þremur árum eftir námsdvöl í Danmörku. Í Danmörku spilaði Matthías með þremur félögum í Óðinsvéum þar sem hann bjó í sex ár. Fyrst spilaði hann með Fortuna Odense og þá DHG í 1. deildinni. Frá árinu 2006 lék Matthías sem frelsingi* hjá Marienlyst og vann liðið fjóra titla á tveimur árum. Leiktímabilið þar á eftir (2007-2008) var Matthías kosinn besti frelsinginn í dönsku deildinni og liðið varði bikarmeistaratitilinn, vann dönsku deildina og varð Danmerkurmeistari. Samhliða spilamennsku í Danmörku þjálfaði Matthías unglingalið stúlkna hjá Fortuna Odense og spilar nokkrar þeirra nú í dönsku deildinni. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri og tel mig tilbúinn í verkefnið. Framundan eru gríðarlega spennandi og skemmtileg verkefni sem alla langar til að taka þátt í og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ná góðum árangri með liðið," segir Matthías en bæði landslið Íslands taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 í vor og fara á Smáþjóðaleika í Luxemborg. Á næstu vikum mun Matthías tilkynna stóran úrtökuhóp fyrir kvennalandsliðið og reiknar hann með því að liðið verði skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reyndari.*Frelsingi er leikmaður í blaki kemur inn fyrir mann í afturlínunni. Skiptingin verður að vera þegar boltinn er úr leik og má frelsinginn aðeins skipta við einn mann á milli stiga. Frelsinginn má gera allt fyrir aftan sóknarlínu svo lengi sem hann hoppar ekki þannig að úr verði sóknarslag fyrir ofan netbrún. Ef frelsingi spilar með fingurslagi fyrir innan þriggja metra línuna má sóknarmaðurinn ekki slá boltann fyrir ofan netbrún.
Innlendar Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sjá meira