Eyjamenn fá nýja ferju eftir þrjú ár 26. janúar 2012 03:00 Áform um nýja ferju kynnt Fulltrúar frá Vegagerðinni, innanríkisráðuneytinu, Vestmannaeyjabæ og Siglingastofnun kynntu áform um smíði nýrrar ferju á blaðamannafundi í gær.Fréttablaðið/gva Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." [email protected] Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." [email protected]
Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent