Telja heimild skorta fyrir starfsuppsögn 21. febrúar 2012 06:30 Gunnar Andersen Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stuttur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn" líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur." Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunnars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða uppsögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið." Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem lagaheimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð lagagrein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða lagaheimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar." Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar." Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir." [email protected] Fréttir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stuttur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn" líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur." Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunnars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða uppsögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið." Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem lagaheimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð lagagrein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða lagaheimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar." Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar." Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir." [email protected]
Fréttir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira