Íslensku fatalínurnar brjálæðislegar og svolítið á mis 5. apríl 2012 14:00 Blaðamenn Fashionista.com og Fashion Wire Daily fara bæði lofsorðum um hönnun Munda. Mundi var á meðal þeirra hönnuða er sýndu á RFF. fréttablaðið/valli Tískuhátíðin RFF fór fram í þriðja sinn helgina sem leið. Umsagnir erlendra blaðamanna hafa nú ratað á Netið og þó sumir geri góðlátlegt grín að landi og þjóð hrifust þeir einnig af vinnu íslensku hönnuðanna. Meðal þeirra erlendu blaðamanna er heimsóttu landið í tilefni RFF voru blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vefsíðnanna Fashionista.com, Fashionetc.com og Stylecaster.com. Jo Piazza hjá Fashionista segir eftirtektarvert hversu gaman hönnuðirnir og aðstandendur RFF höfðu af vinnu sinni. „Þau hafa frelsi til að einbeita sér að því listræna og forvitnilega og eru fyrir vikið stórskemmtileg,“ ritar hún. Ástæðuna fyrir töfrandi hönnun íslensku hönnuðanna segir Piazza vera náin tengsl þeirra við huldufólk. Hún líkir einnig hönnun Kron by Kron Kron við fatnað persónanna úr Game Of Thrones. Godfrey Deeny hjá Fashion Wire Daily skrifar í grein sinni að skortur á hátískuverslunum á landinu skili sér í flottari fatastíl meðal landsmanna. „Þó fatalínur hönnuðanna séu oft brjálæðislegar og svolítið á mis, þá taka Íslendingar tískuhátíðinni sinni mjög alvarlega,“ skrifar Deeny. Hann segir Munda, Hörpu Einarsdóttur, Kormák & Skjöld og Rebekku Jónsdóttur hafa borið af hvað varðar gæði og ferskleika en er minna hrifinn af hönnun Millu Snorrasonar og Birnu. Vogue.it hefur einnig birt myndir frá tískusýningunum sem og vefsíðan Fashionnow.com. [email protected] Game of Thrones RFF Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Tískuhátíðin RFF fór fram í þriðja sinn helgina sem leið. Umsagnir erlendra blaðamanna hafa nú ratað á Netið og þó sumir geri góðlátlegt grín að landi og þjóð hrifust þeir einnig af vinnu íslensku hönnuðanna. Meðal þeirra erlendu blaðamanna er heimsóttu landið í tilefni RFF voru blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vefsíðnanna Fashionista.com, Fashionetc.com og Stylecaster.com. Jo Piazza hjá Fashionista segir eftirtektarvert hversu gaman hönnuðirnir og aðstandendur RFF höfðu af vinnu sinni. „Þau hafa frelsi til að einbeita sér að því listræna og forvitnilega og eru fyrir vikið stórskemmtileg,“ ritar hún. Ástæðuna fyrir töfrandi hönnun íslensku hönnuðanna segir Piazza vera náin tengsl þeirra við huldufólk. Hún líkir einnig hönnun Kron by Kron Kron við fatnað persónanna úr Game Of Thrones. Godfrey Deeny hjá Fashion Wire Daily skrifar í grein sinni að skortur á hátískuverslunum á landinu skili sér í flottari fatastíl meðal landsmanna. „Þó fatalínur hönnuðanna séu oft brjálæðislegar og svolítið á mis, þá taka Íslendingar tískuhátíðinni sinni mjög alvarlega,“ skrifar Deeny. Hann segir Munda, Hörpu Einarsdóttur, Kormák & Skjöld og Rebekku Jónsdóttur hafa borið af hvað varðar gæði og ferskleika en er minna hrifinn af hönnun Millu Snorrasonar og Birnu. Vogue.it hefur einnig birt myndir frá tískusýningunum sem og vefsíðan Fashionnow.com. [email protected]
Game of Thrones RFF Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira