
Takk, Jóhannes
1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra.
2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka.
Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?
Háskólasjúkrahús?
Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.
Hvað um þau hin?
Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað?
Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra?
Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd.
Tengdar fréttir

Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins
Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann.

Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins
Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins?
Skoðun

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar