Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar 4. apríl 2025 08:30 Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um borgarstefnu sem kveður á um að þróa og efla tvö borgarsvæði á Íslandi, höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með stefnunni er viðurkennd sérstaða Akureyrar sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar og markmiðið meðal annars að jafna dreifingu byggðar í landinu. Borgarstefnan er fagnaðarefni og sú vandaða vinna sem býr að baki. Skynsamlegt er af mörgum ástæðum að byggja upp innviði á fleiri stöðum en suðvesturhorninu og að það sé til annar valkostur við hina sístækkandi höfuðborg. Vonandi fylgja fjármagnaðar aðgerðir í kjölfarið svo að stefnan raungerist og í fyllingu tímans má hugsa sér fleiri svæðisbundnar borgir í öðrum landshlutum. Göfug markmið Stundum er því fleygt í mínum hversdegi norður í landi að það vanti algjörlega byggðastefnu á Íslandi, of margar aðgerðir stjórnvalda miði að því að ýta öllum smám saman til höfuðborgarinnar. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Byggðastefna er sannarlega til, á pappír að minnsta kosti, og birtist m.a. í stefnumótandi byggðaáætlun, hvar umrædd borgarstefna er ein af aðgerðum, og í sóknaráætlunum landshlutanna. Markmiðin eru göfug, einkum að stuðla að blómlegum og sjálfbærum byggðum um allt land og jafna tækifæri fólks til atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Gott og vel. Íþyngjandi aðgerðir Veltum þá fyrir okkur hvernig hin raunverulega byggðastefna birtist í framkvæmd um þessar mundir, gagnvart þeim sem lifa og starfa fjarri þeirri þungamiðju sem suðvesturhornið er: -Tvöföldun veiðigjalda -Fyrirhuguð ný sértæk gjöld á ferðaþjónustu -Ný innviðagjöld á skemmtiferðaskip -Nýtt kílómetragjald -Afturköllun lagaheimildar um samruna kjötafurðastöðva Þetta eru bara örfá dæmi. Og nú erum við ekki einu sinni að tala um ónýta vegi, ófullnægjandi vetrarþjónustu, vanfjármagnaða flugvelli, aðgengi að rafmagni, heilbrigðisþjónustu og fleira sem þarf að berjast fyrir. Þetta eru eingöngu nýjar aðgerðir sem bitna illa á sveitarfélögum, fyrirtækjum og fólki sem er að leggja sitt af mörkum við að skapa verðmæti og byggja undir okkar sameiginlegu kerfi. Ekki einu sinni Hríseyingar eru óhultir fyrir íþyngjandi inngripum og þurfa nú að óbreyttu að sætta sig við rúmlega tvöföldun á tilteknum fargjöldum í almenningssamgöngur, ferju sem rekin er af Vegagerðinni, ef þeir vilja komast heim til sín á kvöldin. Allt án nokkurs samráðs eða aðdraganda. Dæmigert að það er svona korter síðan Hrísey var skilgreind brothætt byggð samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisins. Ein birtingarmynd af mörgum þar sem talin er ástæða til að styðja við búsetu á sama tíma og íbúum er gert erfiðara að búa á staðnum. Fjárfestingar og framtakssemi um allt land Punkturinn er þessi. Skýr framtíðarsýn og opinber stefnumótun skiptir miklu máli, en hinar raunverulegu aðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma, regluverk og álögur á fólk og fyrirtæki mega ekki koma í veg fyrir að markmiðin náist. Ég fagna borgarstefnu, byggðastefnu almennt og öðrum áætlunum um uppbyggingu. Hins vegar verður að skapa jarðveg þar sem slíkar stefnur geta þrifist og gert gagn, ramma sem gerir fólki kleift að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi og koma hugmyndum í framkvæmd, umhverfi þar sem ríkið byggir upp nauðsynlega innviði, hvetur til fjárfestinga, atvinnusköpunar og styður við framtakssamt fólk en leggur ekki á það sífellt aukna skatta og þyngri reglur. Falleg framtíðarsýn um blómlegar byggðir um allt land verður ekki að veruleika á sama tíma og ráðist er á lykilatvinnugreinar og lagðar eru sífellt meiri byrðar á íbúa á landsbyggðinni. Því miður er það sú uppskrift sem núverandi ríkisstjórn virðist vinna eftir, allt í nafni leiðréttinga, réttlætis og almannahagsmuna. Höfundur er Akureyringur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skipulag Byggðamál Reykjavík Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um borgarstefnu sem kveður á um að þróa og efla tvö borgarsvæði á Íslandi, höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með stefnunni er viðurkennd sérstaða Akureyrar sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar og markmiðið meðal annars að jafna dreifingu byggðar í landinu. Borgarstefnan er fagnaðarefni og sú vandaða vinna sem býr að baki. Skynsamlegt er af mörgum ástæðum að byggja upp innviði á fleiri stöðum en suðvesturhorninu og að það sé til annar valkostur við hina sístækkandi höfuðborg. Vonandi fylgja fjármagnaðar aðgerðir í kjölfarið svo að stefnan raungerist og í fyllingu tímans má hugsa sér fleiri svæðisbundnar borgir í öðrum landshlutum. Göfug markmið Stundum er því fleygt í mínum hversdegi norður í landi að það vanti algjörlega byggðastefnu á Íslandi, of margar aðgerðir stjórnvalda miði að því að ýta öllum smám saman til höfuðborgarinnar. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Byggðastefna er sannarlega til, á pappír að minnsta kosti, og birtist m.a. í stefnumótandi byggðaáætlun, hvar umrædd borgarstefna er ein af aðgerðum, og í sóknaráætlunum landshlutanna. Markmiðin eru göfug, einkum að stuðla að blómlegum og sjálfbærum byggðum um allt land og jafna tækifæri fólks til atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Gott og vel. Íþyngjandi aðgerðir Veltum þá fyrir okkur hvernig hin raunverulega byggðastefna birtist í framkvæmd um þessar mundir, gagnvart þeim sem lifa og starfa fjarri þeirri þungamiðju sem suðvesturhornið er: -Tvöföldun veiðigjalda -Fyrirhuguð ný sértæk gjöld á ferðaþjónustu -Ný innviðagjöld á skemmtiferðaskip -Nýtt kílómetragjald -Afturköllun lagaheimildar um samruna kjötafurðastöðva Þetta eru bara örfá dæmi. Og nú erum við ekki einu sinni að tala um ónýta vegi, ófullnægjandi vetrarþjónustu, vanfjármagnaða flugvelli, aðgengi að rafmagni, heilbrigðisþjónustu og fleira sem þarf að berjast fyrir. Þetta eru eingöngu nýjar aðgerðir sem bitna illa á sveitarfélögum, fyrirtækjum og fólki sem er að leggja sitt af mörkum við að skapa verðmæti og byggja undir okkar sameiginlegu kerfi. Ekki einu sinni Hríseyingar eru óhultir fyrir íþyngjandi inngripum og þurfa nú að óbreyttu að sætta sig við rúmlega tvöföldun á tilteknum fargjöldum í almenningssamgöngur, ferju sem rekin er af Vegagerðinni, ef þeir vilja komast heim til sín á kvöldin. Allt án nokkurs samráðs eða aðdraganda. Dæmigert að það er svona korter síðan Hrísey var skilgreind brothætt byggð samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisins. Ein birtingarmynd af mörgum þar sem talin er ástæða til að styðja við búsetu á sama tíma og íbúum er gert erfiðara að búa á staðnum. Fjárfestingar og framtakssemi um allt land Punkturinn er þessi. Skýr framtíðarsýn og opinber stefnumótun skiptir miklu máli, en hinar raunverulegu aðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma, regluverk og álögur á fólk og fyrirtæki mega ekki koma í veg fyrir að markmiðin náist. Ég fagna borgarstefnu, byggðastefnu almennt og öðrum áætlunum um uppbyggingu. Hins vegar verður að skapa jarðveg þar sem slíkar stefnur geta þrifist og gert gagn, ramma sem gerir fólki kleift að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi og koma hugmyndum í framkvæmd, umhverfi þar sem ríkið byggir upp nauðsynlega innviði, hvetur til fjárfestinga, atvinnusköpunar og styður við framtakssamt fólk en leggur ekki á það sífellt aukna skatta og þyngri reglur. Falleg framtíðarsýn um blómlegar byggðir um allt land verður ekki að veruleika á sama tíma og ráðist er á lykilatvinnugreinar og lagðar eru sífellt meiri byrðar á íbúa á landsbyggðinni. Því miður er það sú uppskrift sem núverandi ríkisstjórn virðist vinna eftir, allt í nafni leiðréttinga, réttlætis og almannahagsmuna. Höfundur er Akureyringur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun