Við kusum hana Birna Anna Björnsdóttir skrifar 23. júní 2012 13:00 Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. Eitt sem ég þreytist þó aldrei á að ræða og útskýra og boða eins og ég sé farandprestur á prósentum, er staða jafnréttismála á Íslandi. Og ber þar fyrst og hæst fæðingarorlof mæðra og feðra. Nú veit ég auðvitað að Ísland er ekki fullkomið þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en á heimsvísu tilheyrum við nú samt lánsömum lúxushópi örfárra landa þar sem velferðarkerfi búa svo að fólki að konur og karlar eiga raunverulega jafnan séns án þess að þurfa að fórna starfsframa fyrir barneignir eða barneignum fyrir starfsframa. Þegar ég lýsi fæðingarorlofsreglum fyrir fólki hér í Bandaríkjunum, gapir það eins og ég sé að lýsa framandi plánetu þar sem allt er fallegt og rétt og gott. Svo dettur það niður á jörðina og muldrar ofan í hálsmálið, jájá, þetta er auðvitað útópía. Þegar ég hóf skólagöngu mína fyrir um 30 árum var það einmitt hér í Bandaríkjunum. Við systir mín vorum ekki bara einu Íslendingarnir í skólanum okkar heldur einu útlendingarnir. Við fengum fyrir vikið ágætis athygli og vorum stundum beðnar að deila því sem var öðruvísi og merkilegt við Ísland. Það fyrsta sem ég sagði öllum sem heyra vildu var að á Íslandi væri kona forseti. Ég teiknaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og fór með hana í skólann. Ég sagði fólki að á Íslandi væru konur og karlar alveg jöfn, við værum alveg rosalega heppin með það. En við vorum ekki bara heppin, við kusum hana. Þessi litla, ruglaða og stórhuga þjóð var fyrst í heimi til að geta sagt, við kusum hana. Og nú þegar ég segi fólki hér í New York frá því að eftir rétt um viku séu forsetakosningar á Íslandi og að helsta ógnin við sitjandi forseta sé jafnaldra mín sem hafi verið ólétt af sínu þriðja barni þegar hún tilkynnti um framboð sitt fyrir um tveimur mánuðum og að í millitíðinni hafi hún eignast barnið og að maðurinn hennar muni taka sitt fæðingarorlof og fara síðan í leyfi til að sjá um barnið og börnin nái hún kjöri, og nei nei, hann sé alls ekkert svo óvenjulegur íslenskur karlmaður þó mikill gæðanáungi sé, þetta þyki allt bara frekar eðilegt og gott og blessað á Íslandi, þá fæ ég sama svip og þegar ég held fæðingarorlofsræðuna, þennan jájá, þið-búið-í-einhverskonar-geimveruútópíu-þarna-á-Íslandi-svip. Þegar ég bæti því síðan við að þessi kona hafi ógnað sitjandi forseta svo með framboði sínu að hann hafi, eftir 16 ár í embætti, þar sem hann hefur lagt sig fram við að vera landsföðurlegur og yfir dægurþras hafinn, dottið niður á hrikalegt plan skítkasts og gremju, rangfærslna og þversagna, segir fólk, já en glætan að það virki, þið eruð svo framsýn og frábær og klár, þið sjáið í gegnum slíkt. Já, ég vona að við sjáum í gegnum slíkt. Ég vona líka að á þessum dögum sem eru til kosninga að við hlustum vel og vandlega. Að við hlustum beint á orð Þóru Arnórsdóttur en ekki bara á það sem einhver sagði að einhver hefði sagt um eitthvað. Þegar keppt er og mikið er í húfi, má að sjálfsögðu við því búast að lævísir leikmenn komi af stað allskyns tali og orðrómi til að grafa undan keppinautum sínum. En við erum vonandi of klár og framsýn og frábær til láta blekkjast af slíku. Vonandi tökum við líka skýran, skynsaman og jákvæðan málflutning framyfir rangfærslurnar, þrasið og karpið. Það sem skiptir þó allra mestu máli er að hér höfum við til þjónustu reiðubúna, Þóru Arnórsdóttur, sem er alveg hreint framúrskarandi manneskja. Hún er skynsöm, heiðarleg, réttsýn, yfirveguð og greind. Hún er laus við hégóma og sjálfhverfu og myndi ekki nálgast forsetaembættið út frá sjálfri sér heldur út frá okkur hinum. Hún yrði okkar þjónn, okkar málsvari, okkar forseti. Okkur stendur hún til boða og nú er bara undir okkur komið að vera svo heppin að geta sagt, við kusum hana! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. Eitt sem ég þreytist þó aldrei á að ræða og útskýra og boða eins og ég sé farandprestur á prósentum, er staða jafnréttismála á Íslandi. Og ber þar fyrst og hæst fæðingarorlof mæðra og feðra. Nú veit ég auðvitað að Ísland er ekki fullkomið þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en á heimsvísu tilheyrum við nú samt lánsömum lúxushópi örfárra landa þar sem velferðarkerfi búa svo að fólki að konur og karlar eiga raunverulega jafnan séns án þess að þurfa að fórna starfsframa fyrir barneignir eða barneignum fyrir starfsframa. Þegar ég lýsi fæðingarorlofsreglum fyrir fólki hér í Bandaríkjunum, gapir það eins og ég sé að lýsa framandi plánetu þar sem allt er fallegt og rétt og gott. Svo dettur það niður á jörðina og muldrar ofan í hálsmálið, jájá, þetta er auðvitað útópía. Þegar ég hóf skólagöngu mína fyrir um 30 árum var það einmitt hér í Bandaríkjunum. Við systir mín vorum ekki bara einu Íslendingarnir í skólanum okkar heldur einu útlendingarnir. Við fengum fyrir vikið ágætis athygli og vorum stundum beðnar að deila því sem var öðruvísi og merkilegt við Ísland. Það fyrsta sem ég sagði öllum sem heyra vildu var að á Íslandi væri kona forseti. Ég teiknaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og fór með hana í skólann. Ég sagði fólki að á Íslandi væru konur og karlar alveg jöfn, við værum alveg rosalega heppin með það. En við vorum ekki bara heppin, við kusum hana. Þessi litla, ruglaða og stórhuga þjóð var fyrst í heimi til að geta sagt, við kusum hana. Og nú þegar ég segi fólki hér í New York frá því að eftir rétt um viku séu forsetakosningar á Íslandi og að helsta ógnin við sitjandi forseta sé jafnaldra mín sem hafi verið ólétt af sínu þriðja barni þegar hún tilkynnti um framboð sitt fyrir um tveimur mánuðum og að í millitíðinni hafi hún eignast barnið og að maðurinn hennar muni taka sitt fæðingarorlof og fara síðan í leyfi til að sjá um barnið og börnin nái hún kjöri, og nei nei, hann sé alls ekkert svo óvenjulegur íslenskur karlmaður þó mikill gæðanáungi sé, þetta þyki allt bara frekar eðilegt og gott og blessað á Íslandi, þá fæ ég sama svip og þegar ég held fæðingarorlofsræðuna, þennan jájá, þið-búið-í-einhverskonar-geimveruútópíu-þarna-á-Íslandi-svip. Þegar ég bæti því síðan við að þessi kona hafi ógnað sitjandi forseta svo með framboði sínu að hann hafi, eftir 16 ár í embætti, þar sem hann hefur lagt sig fram við að vera landsföðurlegur og yfir dægurþras hafinn, dottið niður á hrikalegt plan skítkasts og gremju, rangfærslna og þversagna, segir fólk, já en glætan að það virki, þið eruð svo framsýn og frábær og klár, þið sjáið í gegnum slíkt. Já, ég vona að við sjáum í gegnum slíkt. Ég vona líka að á þessum dögum sem eru til kosninga að við hlustum vel og vandlega. Að við hlustum beint á orð Þóru Arnórsdóttur en ekki bara á það sem einhver sagði að einhver hefði sagt um eitthvað. Þegar keppt er og mikið er í húfi, má að sjálfsögðu við því búast að lævísir leikmenn komi af stað allskyns tali og orðrómi til að grafa undan keppinautum sínum. En við erum vonandi of klár og framsýn og frábær til láta blekkjast af slíku. Vonandi tökum við líka skýran, skynsaman og jákvæðan málflutning framyfir rangfærslurnar, þrasið og karpið. Það sem skiptir þó allra mestu máli er að hér höfum við til þjónustu reiðubúna, Þóru Arnórsdóttur, sem er alveg hreint framúrskarandi manneskja. Hún er skynsöm, heiðarleg, réttsýn, yfirveguð og greind. Hún er laus við hégóma og sjálfhverfu og myndi ekki nálgast forsetaembættið út frá sjálfri sér heldur út frá okkur hinum. Hún yrði okkar þjónn, okkar málsvari, okkar forseti. Okkur stendur hún til boða og nú er bara undir okkur komið að vera svo heppin að geta sagt, við kusum hana!
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun