Græðgi kostar Víðir Guðmundsson skrifar 28. júní 2012 06:00 Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00 Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn.
Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun