Af hverju vita kortafyrirtækin hvar ég spila spil? Smári McCarthy skrifar 19. júlí 2012 06:00 Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll viðskipti Íslendinga. Í flestum tilfellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum tölfræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hraðbanka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki ennþá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, ruslfæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðlilegt að það sé milli mín og sölumannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningarlaust send þriðja aðila er óviðunandi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peningaseðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undirskriftar eða PIN númers), að nægilegir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhringingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upphæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri netspilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er misnotað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáranlegu kreditkortanúmer - stóra leyndarmálið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrirbærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segulrendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem líklegast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónuvernd - enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ögmundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll viðskipti Íslendinga. Í flestum tilfellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum tölfræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hraðbanka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki ennþá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, ruslfæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðlilegt að það sé milli mín og sölumannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningarlaust send þriðja aðila er óviðunandi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peningaseðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undirskriftar eða PIN númers), að nægilegir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhringingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upphæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri netspilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er misnotað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáranlegu kreditkortanúmer - stóra leyndarmálið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrirbærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segulrendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem líklegast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónuvernd - enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ögmundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar