Stjórnarskráin – gröfum stríðsexina Össur Skarphéðinsson skrifar 23. október 2012 06:00 Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er mjög hátt hlutfall. Það er hærra en sést að jafnaði í Sviss, sem hefur mesta reynslu af beinu lýðræði af þessu tagi. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar mjög afgerandi. Mikill meirihluti, eða ríflega 66%, vill nýja stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga, sem um var kosið. Öllum spurningum sem lagðar voru fyrir þjóðina var svarað játandi. Það var athyglisvert að í einu tilviki tók þjóðin aðra afstöðu en lá fyrir í drögum stjórnlagaráðs – og vill þjóðkirkju í stjórnarskrána. Það sýnir að fólk tók sjálfstæða afstöðu, vó og mat tillögur í drögunum, og komst að eigin niðurstöðu. Yfirgnæfandi stuðningur, eða 84,1%, var við lykiltillögu um að stjórnarskrá mæli skýrt fyrir um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Þjóðin lýsti einnig afdráttarlausum vilja til að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, efla persónukjör, og hafa jafnt vægi atkvæða. Milli stjórnmálaflokka hafa verið mismunandi skoðanir á þessum þáttum og aðferðinni við að semja nýja stjórnarskrá. Nú er það allt að baki. Þjóðin hefur talað – og hún hefur talað mjög skýrt. Við þessar aðstæður á Alþingi að grafa stríðsexina, og mynda breiða samstöðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún þarf að byggja á gagnkvæmu tilliti, en hún þarf líka að vera trú þeirri lýðræðislegu vinnu sem liggur að baki stjórnarskrárdrögunum, og þar með niðurstöðu kosningarinnar. Þetta á að verða meginverkefni á þinginu í vetur: að útfæra frumvarp sem til er orðið með þjóðfundi og kjörnum fulltrúum til stjórnarskrárvinnu. Samstaða um það er besta leiðin sem Alþingi getur farið til að endurvinna traust landsmanna. Í kjölfar þeirrar vinnu færi vel á að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar samfara þingkosningum í vor. Alþingi hefur þá í hverju skrefi unnið með þjóðinni að því að búa til nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er mjög hátt hlutfall. Það er hærra en sést að jafnaði í Sviss, sem hefur mesta reynslu af beinu lýðræði af þessu tagi. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar mjög afgerandi. Mikill meirihluti, eða ríflega 66%, vill nýja stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga, sem um var kosið. Öllum spurningum sem lagðar voru fyrir þjóðina var svarað játandi. Það var athyglisvert að í einu tilviki tók þjóðin aðra afstöðu en lá fyrir í drögum stjórnlagaráðs – og vill þjóðkirkju í stjórnarskrána. Það sýnir að fólk tók sjálfstæða afstöðu, vó og mat tillögur í drögunum, og komst að eigin niðurstöðu. Yfirgnæfandi stuðningur, eða 84,1%, var við lykiltillögu um að stjórnarskrá mæli skýrt fyrir um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Þjóðin lýsti einnig afdráttarlausum vilja til að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, efla persónukjör, og hafa jafnt vægi atkvæða. Milli stjórnmálaflokka hafa verið mismunandi skoðanir á þessum þáttum og aðferðinni við að semja nýja stjórnarskrá. Nú er það allt að baki. Þjóðin hefur talað – og hún hefur talað mjög skýrt. Við þessar aðstæður á Alþingi að grafa stríðsexina, og mynda breiða samstöðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún þarf að byggja á gagnkvæmu tilliti, en hún þarf líka að vera trú þeirri lýðræðislegu vinnu sem liggur að baki stjórnarskrárdrögunum, og þar með niðurstöðu kosningarinnar. Þetta á að verða meginverkefni á þinginu í vetur: að útfæra frumvarp sem til er orðið með þjóðfundi og kjörnum fulltrúum til stjórnarskrárvinnu. Samstaða um það er besta leiðin sem Alþingi getur farið til að endurvinna traust landsmanna. Í kjölfar þeirrar vinnu færi vel á að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar samfara þingkosningum í vor. Alþingi hefur þá í hverju skrefi unnið með þjóðinni að því að búa til nýja stjórnarskrá.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar