Umdeildar nafnabirtingar í nasistabók 23. október 2012 02:00 Frá Osló Nýútgefin bók um stríðsárin í Noregi hefur valdið deilum um sagnfræði og vinnubrögð. Ný bók um Norðmenn og seinni heimsstyrjöldina hefur vakið mikið umtal. Í bókinni, sem ber heitið Miskunnarlausu Norðmennirnir, nafngreinir höfundurinn Eirik Veum hundruð manna sem tengdust ríkislögreglunni, sem vann með herliði nasista á hernámsárunum 1940 til 1945. Veum réttlætir nafnbirtingarnar með því að segja þær hluta af nauðsynlegu uppgjöri þjóðarinnar. „Við þurfum að átta okkur á því að Norðmenn frömdu einhver verstu ódæðin á stríðsárunum, og að við tókum meiri þátt í stríðsglæpum en áður hefur verið talið," segir Veum við Aftenposten. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir vafasama heimildavinnu, þar sem hann styðst að mestu leyti við yfirheyrslur, dómsmál og fjölmiðlaumfjöllun frá 1945, sem þykja litast mikið af tíðarandanum sem þá ríkti en þúsundir manna hlutu dóm fyrir að vinna með hernámsliðinu, þrjátíu voru dæmdir til dauða og 25 teknir af lífi. Þá hefur Veum verið gagnrýndur fyrir að nafngreina fólk sem kom ekki nálægt pyndingum, drápum eða stríðsglæpum. Meðal annars er tiltekin kona sem var sautján ára gömul þegar hún vann á skrifstofu ríkislögreglunnar í Stavanger. Veum tekur sjálfur fram að óvíst sé hvort stúlkan hafi fengið dóm eftir stríðið, en hún rataði engu að síður í bókina undir nafni. Veum ráðgerir að skrifa tvær bækur til viðbótar um efnið. - þj Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ný bók um Norðmenn og seinni heimsstyrjöldina hefur vakið mikið umtal. Í bókinni, sem ber heitið Miskunnarlausu Norðmennirnir, nafngreinir höfundurinn Eirik Veum hundruð manna sem tengdust ríkislögreglunni, sem vann með herliði nasista á hernámsárunum 1940 til 1945. Veum réttlætir nafnbirtingarnar með því að segja þær hluta af nauðsynlegu uppgjöri þjóðarinnar. „Við þurfum að átta okkur á því að Norðmenn frömdu einhver verstu ódæðin á stríðsárunum, og að við tókum meiri þátt í stríðsglæpum en áður hefur verið talið," segir Veum við Aftenposten. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir vafasama heimildavinnu, þar sem hann styðst að mestu leyti við yfirheyrslur, dómsmál og fjölmiðlaumfjöllun frá 1945, sem þykja litast mikið af tíðarandanum sem þá ríkti en þúsundir manna hlutu dóm fyrir að vinna með hernámsliðinu, þrjátíu voru dæmdir til dauða og 25 teknir af lífi. Þá hefur Veum verið gagnrýndur fyrir að nafngreina fólk sem kom ekki nálægt pyndingum, drápum eða stríðsglæpum. Meðal annars er tiltekin kona sem var sautján ára gömul þegar hún vann á skrifstofu ríkislögreglunnar í Stavanger. Veum tekur sjálfur fram að óvíst sé hvort stúlkan hafi fengið dóm eftir stríðið, en hún rataði engu að síður í bókina undir nafni. Veum ráðgerir að skrifa tvær bækur til viðbótar um efnið. - þj
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira