Hús Línu öll skráð á 26 ára dóttur hennar 25. október 2012 06:00 Lína Jia Lína Jia, kínversk kona sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, á fjórar fasteignir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru þó öll skráð í fasteignaskrá á dóttur hennar, sem er 26 ára námsmaður og píanóleikari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins halda Lína og eiginmaður hennar, Wei Zhang, mestmegnis til í 410 einbýlishúsi þeirra í Hverafold. Lína hefur flutt inn fólk frá Kína undanfarin ár og ráðið það í vinnu hjá sér á nuddstofum sínum. Flestir eru fjarskyldir ættingjar hennar og koma því hingað til lands sem fjölskyldumeðlimir íslensks ríkisborgara, en þá fá þeir lengra dvalarleyfi hér en ella. Tvær ábendingar hafa borist Fréttablaðinu varðandi unga kínverska konu sem var í vinnu hjá Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði Línu um að selja sig út í vændi. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Einn viðskiptavinurinn lýsir henni sem broshýrri og elskulegri, en mjög undirgefinni gagnvart yfirmanni sínum. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að kínversk kona, Sun Fulan, hefði sent lögreglunni bréf þess efnis að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir í vinnu hjá Línu án þess að hafa fengið greidd réttmæt laun. Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim fjórum árum sem hún hafi unnið hjá Línu hafi henni verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Fyrir árin fjögur hefði Sun fengið um 315 þúsund krónur, eða um 6.500 krónur á mánuði. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi Línu, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til vinnu á nuddstofunni. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bárust Alþýðusambandinu svo ábendingar frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu. Sun hefur einnig sagt að Lína hafi lagt peninga inn á bankareikning sinn og látið hana síðan taka þá út í bankanum. Lína hafi svo tekið peningana af Sun fyrir utan bankann, en Sun bendir á að athafnirnar séu líklega til á öryggismyndavélum. Árið 2006 kom upp svipað mál, þar sem Lína lagði inn peninga á reikning manns sem vann hjá henni og ætlaði að láta hann taka þá út til að afhenda sér. Áður en það gerðist sótti maðurinn sér aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráðgjafar þar frysta innistæðurnar á meðan á rannsókn málsins stóð hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo land. Kínverska sendiráðið bendir á að Lína Jia sé nú orðin íslenskur ríkisborgari og sé mál hennar því ekki á borði sendiráðsins. Sendifulltrúi þar segist ekkert vita um mál Sun Fulan, en hún sendi bréf þangað í febrúar síðastliðnum þar sem hún óskaði eftir aðstoð og benti á að Lína héldi rúmlega tvítugum karlmanni, Li Nan, nauðugum. Ekkert er vitað um afdrif hans í dag og Lína hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins síðan á mánudag. [email protected] Fréttir Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Lína Jia, kínversk kona sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, á fjórar fasteignir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru þó öll skráð í fasteignaskrá á dóttur hennar, sem er 26 ára námsmaður og píanóleikari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins halda Lína og eiginmaður hennar, Wei Zhang, mestmegnis til í 410 einbýlishúsi þeirra í Hverafold. Lína hefur flutt inn fólk frá Kína undanfarin ár og ráðið það í vinnu hjá sér á nuddstofum sínum. Flestir eru fjarskyldir ættingjar hennar og koma því hingað til lands sem fjölskyldumeðlimir íslensks ríkisborgara, en þá fá þeir lengra dvalarleyfi hér en ella. Tvær ábendingar hafa borist Fréttablaðinu varðandi unga kínverska konu sem var í vinnu hjá Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði Línu um að selja sig út í vændi. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Einn viðskiptavinurinn lýsir henni sem broshýrri og elskulegri, en mjög undirgefinni gagnvart yfirmanni sínum. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að kínversk kona, Sun Fulan, hefði sent lögreglunni bréf þess efnis að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir í vinnu hjá Línu án þess að hafa fengið greidd réttmæt laun. Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim fjórum árum sem hún hafi unnið hjá Línu hafi henni verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Fyrir árin fjögur hefði Sun fengið um 315 þúsund krónur, eða um 6.500 krónur á mánuði. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi Línu, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til vinnu á nuddstofunni. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bárust Alþýðusambandinu svo ábendingar frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu. Sun hefur einnig sagt að Lína hafi lagt peninga inn á bankareikning sinn og látið hana síðan taka þá út í bankanum. Lína hafi svo tekið peningana af Sun fyrir utan bankann, en Sun bendir á að athafnirnar séu líklega til á öryggismyndavélum. Árið 2006 kom upp svipað mál, þar sem Lína lagði inn peninga á reikning manns sem vann hjá henni og ætlaði að láta hann taka þá út til að afhenda sér. Áður en það gerðist sótti maðurinn sér aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráðgjafar þar frysta innistæðurnar á meðan á rannsókn málsins stóð hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo land. Kínverska sendiráðið bendir á að Lína Jia sé nú orðin íslenskur ríkisborgari og sé mál hennar því ekki á borði sendiráðsins. Sendifulltrúi þar segist ekkert vita um mál Sun Fulan, en hún sendi bréf þangað í febrúar síðastliðnum þar sem hún óskaði eftir aðstoð og benti á að Lína héldi rúmlega tvítugum karlmanni, Li Nan, nauðugum. Ekkert er vitað um afdrif hans í dag og Lína hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins síðan á mánudag. [email protected]
Fréttir Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira