Burt með fjárfesta og ferðamenn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Erlendur fjárfestir brá ljósi á þessa mótsagnakenndu stefnu í grein í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar skrifaði Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóri og eigandi RAC Skandinavia, um „einkennilega reynslu sína“ af að vera fjárfestir á Íslandi. RAC keypti ráðandi hlut í Alp hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja mikla áherzlu á ferðaþjónustu, hafi forsendurnar þótt hagstæðar. Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára samkvæmt lögum um gjaldeyrisútboð. Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferðaþjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa, þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka ætti vörugjöld á bílaleigubíla. „Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónustunnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum. Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að ferðamenn dreifist síður um landið. Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja að rekstrarskilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og að reynt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, innlenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Erlendur fjárfestir brá ljósi á þessa mótsagnakenndu stefnu í grein í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar skrifaði Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóri og eigandi RAC Skandinavia, um „einkennilega reynslu sína“ af að vera fjárfestir á Íslandi. RAC keypti ráðandi hlut í Alp hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja mikla áherzlu á ferðaþjónustu, hafi forsendurnar þótt hagstæðar. Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára samkvæmt lögum um gjaldeyrisútboð. Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferðaþjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa, þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka ætti vörugjöld á bílaleigubíla. „Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónustunnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum. Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að ferðamenn dreifist síður um landið. Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja að rekstrarskilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og að reynt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, innlenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar