„Við erum reykingaþjóð“ Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Árið 1989 reyktu 32% Íslendinga og 366 dauðsföll á ári mátti rekja beint til reykinga. Árið 2011 var hlutfallið komið niður í 14,5% og dauðsföll á ári 263. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, farið var í markvissar aðgerðir og átak gert í forvarnarstarfi af því að við vildum ekki vera reykingaþjóð. Enginn stóð upp og sagði: „Við erum reykingaþjóð“ eða „Þjóðin hefur valið sígarettuna!“ Flestir sáu það að reykingar voru orðnar gríðarlegt heilsufarsvandamál og að óbreytt ástand væri ekki í boði. Á Íslandi þjást 19% karla og 23% kvenna af offitu. Þessi árangur skilar okkur 6. sæti á heimslistanum yfir feitustu þjóðirnar. Árið 1990 voru þessar tölur töluvert aðrar, en þá var þessi hópur 7% karla og 9% kvenna. Íslendingar hreyfa sig auk þess alltof lítið og auka þannig enn á hættu á sjúkdómum tengdum ofeldi og hreyfingarleysi. Árið 1990 var einkabílaeign landsmanna 470 bílar á hverja 1.000 íbúa, fólk gekk og notaði almenningssamgöngur meira. Árið 2011 var einkabílaeignin komin í 650 bíla á hverja 1.000 íbúa og 72% allra ferða í borginni voru farnar á einkabíl. Vitundarvakning Ákveðin vitundarvakning hefur orðið upp á síðkastið á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfingarleysi veldur nú eins mörgum dauðsföllum í heiminum og reykingar. Talið er að 5,3 milljónir láti lífið árlega í heiminum af völdum hreyfingarleysis og hreyfingarleysi er flokkað sem faraldur. Það þarf ekki mikið til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum hreyfingarleysis. Talið er að þrjátíu mínútur af göngu á dag nægi til að sporna við alvarlegustu afleiðingunum. Þessar þrjátíu mínútur mega skiptast upp í tvo til þrjá styttri göngutúra. Það er ekki eðlilegt að við segjum stolt „Við erum bílaþjóð“ vitandi það hversu slæm áhrif þessi óhóflega bílnotkun er að hafa á okkar heilsu. Við eigum ekki að vera stolt af því að vera feit og óheilbrigð, við eigum ekki að vera stolt af þeim ótímabæru dauðsföllum sem verða á hverju ári. Meirihlutinn í Reykjavík hefur verið sakaður um að vera í aðför að einkabílnum. Valdar götur í miðborginni hafa orðið göngugötur, fjárfest hefur verið í hjólastígum og gjaldskylda á bílastæðum hefur verið aukin. Nú tölum við fyrir breyttum ferðavenjum í tengslum við uppbyggingu nýs spítala og þar verða öll stæði gjaldskyld. Reykjavíkurborg sem stjórnvald á að þora að grípa inn í og fara í aðgerðir til þess að fólk gangi og hjóli meira. Það þarf kannski ekki að fara í aðför að einkabílnum, en það þarf að fara í aðför að þessari alltof miklu notkun. Við erum ekki bílaþjóð frekar en að við erum reykingaþjóð. Við eigum að vilja vera heilbrigð þjóð sem gefur fólki tækifæri á að lifa heilbrigðu lífi í heilbrigðu umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Árið 1989 reyktu 32% Íslendinga og 366 dauðsföll á ári mátti rekja beint til reykinga. Árið 2011 var hlutfallið komið niður í 14,5% og dauðsföll á ári 263. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, farið var í markvissar aðgerðir og átak gert í forvarnarstarfi af því að við vildum ekki vera reykingaþjóð. Enginn stóð upp og sagði: „Við erum reykingaþjóð“ eða „Þjóðin hefur valið sígarettuna!“ Flestir sáu það að reykingar voru orðnar gríðarlegt heilsufarsvandamál og að óbreytt ástand væri ekki í boði. Á Íslandi þjást 19% karla og 23% kvenna af offitu. Þessi árangur skilar okkur 6. sæti á heimslistanum yfir feitustu þjóðirnar. Árið 1990 voru þessar tölur töluvert aðrar, en þá var þessi hópur 7% karla og 9% kvenna. Íslendingar hreyfa sig auk þess alltof lítið og auka þannig enn á hættu á sjúkdómum tengdum ofeldi og hreyfingarleysi. Árið 1990 var einkabílaeign landsmanna 470 bílar á hverja 1.000 íbúa, fólk gekk og notaði almenningssamgöngur meira. Árið 2011 var einkabílaeignin komin í 650 bíla á hverja 1.000 íbúa og 72% allra ferða í borginni voru farnar á einkabíl. Vitundarvakning Ákveðin vitundarvakning hefur orðið upp á síðkastið á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfingarleysi veldur nú eins mörgum dauðsföllum í heiminum og reykingar. Talið er að 5,3 milljónir láti lífið árlega í heiminum af völdum hreyfingarleysis og hreyfingarleysi er flokkað sem faraldur. Það þarf ekki mikið til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum hreyfingarleysis. Talið er að þrjátíu mínútur af göngu á dag nægi til að sporna við alvarlegustu afleiðingunum. Þessar þrjátíu mínútur mega skiptast upp í tvo til þrjá styttri göngutúra. Það er ekki eðlilegt að við segjum stolt „Við erum bílaþjóð“ vitandi það hversu slæm áhrif þessi óhóflega bílnotkun er að hafa á okkar heilsu. Við eigum ekki að vera stolt af því að vera feit og óheilbrigð, við eigum ekki að vera stolt af þeim ótímabæru dauðsföllum sem verða á hverju ári. Meirihlutinn í Reykjavík hefur verið sakaður um að vera í aðför að einkabílnum. Valdar götur í miðborginni hafa orðið göngugötur, fjárfest hefur verið í hjólastígum og gjaldskylda á bílastæðum hefur verið aukin. Nú tölum við fyrir breyttum ferðavenjum í tengslum við uppbyggingu nýs spítala og þar verða öll stæði gjaldskyld. Reykjavíkurborg sem stjórnvald á að þora að grípa inn í og fara í aðgerðir til þess að fólk gangi og hjóli meira. Það þarf kannski ekki að fara í aðför að einkabílnum, en það þarf að fara í aðför að þessari alltof miklu notkun. Við erum ekki bílaþjóð frekar en að við erum reykingaþjóð. Við eigum að vilja vera heilbrigð þjóð sem gefur fólki tækifæri á að lifa heilbrigðu lífi í heilbrigðu umhverfi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun