Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð á unnustu sinni. Honum er engu að síður frjálst að ferðast út um allan heim og keppa í spretthlaupum.
Pistorius er laus gegn tryggingargjaldi en frelsi hans var þó takmarkað. Hann áfrýjaði frelsisskerðingu sinni og hafði betur.
Dómari í heimalandinu hefur nú úrskurðað að Pistorius megi keppa út um allan heim. Hann má einnig fara aftur til heimabæjar síns, Pretoria, hvar hann skaut unnustu sína, Reeva Steenkamp.
Upprunalega átti Pistorius að afhenda vegabréf sitt, halda sig frá heimabænum og fólki sem tengist málinu. Einnig átti hann að koma til lögreglunnar á tveggja vikna fresti og gangast undir lyfjapróf en Pistorius var settur í áfengisbann.
Lögfræðingum hans fannst þetta allt of langt gengið og sögðu hann vera í stofufangelsi. Þeir sögðu að skjólstæðingur sinn hlyti að mega ferðast og afla sér tekna eins og aðrir. Það fengu þeir í gegn.
Nú verða menn að bíða og sjá hvort Pistorius fer til annarra landa og keppir meðan hann bíður eftir að mál sitt verði tekið fyrir. Það myndi án vafa vekja heimsathygli.
Pistorius neitar sök í morðmálinu. Segist hafa talið sig vera að skjóta innbrotsþjóf.
Pistorius frjálst að keppa út um allan heim

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum
Íslenski boltinn

Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn



Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur
Íslenski boltinn

Valur og KR unnu Scania Cup
Körfubolti