Gleymdum ekki og gleymum ekki lífeyrisþegum Björk Vilhelmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:17 Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið. Góð sátt náðist við Landsamtök eldri borgara um breytingarnar og var lagt fram frumvarp til Alþingis í mars. Ekki náðist að samþykkja þetta, en mikilvægt er að komandi Alþingi og ríkisstjórn skapi svigrúm til að mæta þeim útgjöldum sem þetta frumvarp leiðir af sér – þannig að eldri borgarar og síðan öryrkjar fái notið góðs af. Þá var gert samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Það kallar á viðbótarútgjöld upp á 3.7 milljarða næstu tvö árin. Umdeilt og erfitt bráðabirgðaákvæði frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar fellur úr gildi í ársbyrjun 2014 skv. samkomulaginu.Makatengingar afnumdar Strax í upphafi þessa kjörtímabils, haustið 2009, afnámum við makatengingar í almannatryggingakerfinu. Sú aðgerð nýttist þúsundum kvenna sem höfðu litlar og skertar almannatryggingar vegna tekna maka sinna. Af þessu mannréttindaskrefi er Samfylkingin stolt. En það hafa verið tekin fleiri góð skref. Framfærsluuppbót var sett sem tryggir öllum lágmarkslífeyri. Nú er hann 211 þús. á mánuði fyrir fólk sem rekur heimili.Einfaldara og skýrara kerfi En aftur að frumvarpinu sem lagt var fram í mars. Þar voru bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót sameinaðir. Dregið er úr tekjutengingum og frítekjumörk afnumin. Ekki er horft til þess hvaðan tekjur koma, heldur lækkar lífeyrir um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur.Hvað ef … Helmingaskiptastjórn. Það segir sig sjálft að ef lækka á skatta eða lækka skuldir hjá efnameira fólki þá verður ekkert svigrúm til þess að hækka almannatryggingar og greiða fyrir samkomulagið um að taka til baka þær sáru skerðingar sem lífeyrisþegar urðu fyrir. Þessar skerðingar voru líka sárar fyrir jafnaðarmenn – því ekkert er þeim sárara en að skera niður á þá sem lægstar hafa tekjurnar og eru háðir samábyrgð samfélagsins. Atkvæði greitt Samfylkingunni. Við Samfylkingarfólk heitum lífeyrisþegum að vinna áfram að hagsmunamálum þeirra. Að berjast fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs í þágu þeirra og að gera frumvarpið að lögum sem einfaldar, bætir og hækkar greiðslur almannatrygginga.Björk Vilhelmsdóttir , skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið. Góð sátt náðist við Landsamtök eldri borgara um breytingarnar og var lagt fram frumvarp til Alþingis í mars. Ekki náðist að samþykkja þetta, en mikilvægt er að komandi Alþingi og ríkisstjórn skapi svigrúm til að mæta þeim útgjöldum sem þetta frumvarp leiðir af sér – þannig að eldri borgarar og síðan öryrkjar fái notið góðs af. Þá var gert samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Það kallar á viðbótarútgjöld upp á 3.7 milljarða næstu tvö árin. Umdeilt og erfitt bráðabirgðaákvæði frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar fellur úr gildi í ársbyrjun 2014 skv. samkomulaginu.Makatengingar afnumdar Strax í upphafi þessa kjörtímabils, haustið 2009, afnámum við makatengingar í almannatryggingakerfinu. Sú aðgerð nýttist þúsundum kvenna sem höfðu litlar og skertar almannatryggingar vegna tekna maka sinna. Af þessu mannréttindaskrefi er Samfylkingin stolt. En það hafa verið tekin fleiri góð skref. Framfærsluuppbót var sett sem tryggir öllum lágmarkslífeyri. Nú er hann 211 þús. á mánuði fyrir fólk sem rekur heimili.Einfaldara og skýrara kerfi En aftur að frumvarpinu sem lagt var fram í mars. Þar voru bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót sameinaðir. Dregið er úr tekjutengingum og frítekjumörk afnumin. Ekki er horft til þess hvaðan tekjur koma, heldur lækkar lífeyrir um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur.Hvað ef … Helmingaskiptastjórn. Það segir sig sjálft að ef lækka á skatta eða lækka skuldir hjá efnameira fólki þá verður ekkert svigrúm til þess að hækka almannatryggingar og greiða fyrir samkomulagið um að taka til baka þær sáru skerðingar sem lífeyrisþegar urðu fyrir. Þessar skerðingar voru líka sárar fyrir jafnaðarmenn – því ekkert er þeim sárara en að skera niður á þá sem lægstar hafa tekjurnar og eru háðir samábyrgð samfélagsins. Atkvæði greitt Samfylkingunni. Við Samfylkingarfólk heitum lífeyrisþegum að vinna áfram að hagsmunamálum þeirra. Að berjast fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs í þágu þeirra og að gera frumvarpið að lögum sem einfaldar, bætir og hækkar greiðslur almannatrygginga.Björk Vilhelmsdóttir , skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun