Þetta var erfiður hálftími Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 17:19 "Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
"Þeir sögðu að hún hefði hlaupið á línunni. Svo fór ég fram á að skoða myndbandið og þá kom í ljós að það var vonlaust að greina það á myndbandinu," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom langfyrst í mark í fyrri undanúrslitariðlinum í 800 metra hlaupi kvenna í dag. Gleðin birtist hins vegar í martröð þegar hún var dæmd úr keppni fyrir að stíga á línu. Sú ákvörðun reyndist hins vegar ekki á rökum reyst. „Það endaði á því að dómarinn dró þessa ákvörðun til baka," segir Gunnar Páll. Hann sagði að honum hefði ekki dottið í hug annað en að hlaupið hefði gengið að óskum. „Hún var miklu frískari í dag en í gær," sagði Gunnar Páll um Anítu sem hafði mikla yfirburði í hlaupinu. Hún á besta tíma allra keppenda sem komnir eru í úrslit og töluverðar líkur á að Ísland eignist í fyrsta skipti heimsmeistara í frjálsum íþróttum. En hvað segir Gunnar Páll um væntingar landsmanna? „Það er ekkert öruggt en ég myndi segja að líkurnar væru meiri en fimmtíu prósent," segir Gunnar Páll. Hann segir annan eþíópíska hlauparann líklegan til að standa sig vel en annars sé Aníta til alls vís. „Svo getur auðvitað alltaf einhver komið á óvart," segir Gunnar Páll. Hann viðurkennir þó að líkurnar á sigri séu mjög góðar. Hlauparar mega ekki stíga á línuna fyrstu 100 metrana af 800 metra hlaupi. Þá hlaupa þeir á sinni braut en svo mega þeir nýta allar brautirnar. Gunnar Páll sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að hún stigi á línuna í úrslitahlaupinu. „Nei, ég sagði henni að það væri samt betra að gera það hér en seinna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum fullorðinna í framtíðinni," segir Gunnar Páll léttur. Hann sagðist ekki hafa trú á að hún myndi nokkurn tímann í framtíðinni stíga á línuna eftir þessa reynslu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira