„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég“ Kristján Hjálmarsson skrifar 22. nóvember 2013 13:56 Ingimar Baldvinsson hjá Hólaborg. „Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar. Hestar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira