Frá sjónarhóli krypplingsins – af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar