Á Alþingi er vald Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. apríl 2013 00:01 Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Þrátt fyrir að það sé örugglega ekki ætlunin með stjórnarskránni að alþingismenn beiti Íslendinga valdi þá má ekki annað sjá en að það sé einmitt útkoman. 20. október sögðu 84.633 manns „já" við auðlindaákvæðistillögu stjórnlagaþings, 74% þeirra sem greiddu atkvæði. Í nýlegu frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá sem var samþykkt með 38,1% kveður á um að 40% allra sem eru á kjörskrá verða að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Þann 20. október sögðu 82.633 „já", það eru 35,7% allra sem voru á kjörskrá. 27. mars sögðu fimm formenn flokka „nei". Nei við auðlindaákvæði, nei við möguleikanum á að stjórnarskrá þjóðarinnar verði samþykkt á næsta kjörtímabili, nei við þjóðina. Þeir beittu valdi til þess að koma atkvæðakaupamálum í gegnum þingið. Þeir beittu valdi til þess að verja hagsmunaaðila aðra en þjóðina. Þeir beittu valdi og útrýmdu leynilegum kosningum til breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Hver sá sem mætir á kjörstað er þar til þess að segja já. Sá sem ætlar að kjósa nei getur bara setið heima nema ef kosningaþátttaka myndi fara yfir að minnsta kosti 80% (hefur aldrei gerst í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum). Fimm á móti 84.633.Kjósið ykkur sjálf Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þessa valdbeitingu er að mæta á kjörstað í kosningum 27. apríl og koma í veg fyrir að þeir flokkar sem stóðu fyrir tillögunni fái meirihluta til þess að staðfesta hana á næsta þingi. Kjósendur munu nefnilega ekki fá tækifæri til þess að segja skoðun sína á þessari breytingu í beinni atkvæðagreiðslu. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð fá yfir 50% kjörgengi þá munu þessir flokkar samþykkja breytinguna á stjórnarskránni og tækifærið til þess að fá stjórnarskrá þjóðarinnar verður glatað þangað til eftir næsta kjörtímabil, 2017! Alþingi er ekki ætlað að beita valdi þó að önnur grein stjórnarskráarinnar tilgreini löggjafarvald. Alþingi er ætlað að vera þjónusta við samfélagið, fyrir samfélagið. Þeir þingmenn sem setjast á þing undir orðunum „löggjafarvald" munu sjálfkrafa beita valdi, orðsins vegna. Píratar skilja hins vegar að Alþingi er þjónusta við samfélagið. Píratar skilja beint lýðræði. Píratar skilja „löggjafarþjónustu". Kjósið Pírata, kjósið allt annað en flokka sem níðast á stjórnarskránni. Kjósið flokka sem skilja þjónustuhlutverkið. Ekki kjósa vald, kjósið ykkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Þrátt fyrir að það sé örugglega ekki ætlunin með stjórnarskránni að alþingismenn beiti Íslendinga valdi þá má ekki annað sjá en að það sé einmitt útkoman. 20. október sögðu 84.633 manns „já" við auðlindaákvæðistillögu stjórnlagaþings, 74% þeirra sem greiddu atkvæði. Í nýlegu frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá sem var samþykkt með 38,1% kveður á um að 40% allra sem eru á kjörskrá verða að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Þann 20. október sögðu 82.633 „já", það eru 35,7% allra sem voru á kjörskrá. 27. mars sögðu fimm formenn flokka „nei". Nei við auðlindaákvæði, nei við möguleikanum á að stjórnarskrá þjóðarinnar verði samþykkt á næsta kjörtímabili, nei við þjóðina. Þeir beittu valdi til þess að koma atkvæðakaupamálum í gegnum þingið. Þeir beittu valdi til þess að verja hagsmunaaðila aðra en þjóðina. Þeir beittu valdi og útrýmdu leynilegum kosningum til breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Hver sá sem mætir á kjörstað er þar til þess að segja já. Sá sem ætlar að kjósa nei getur bara setið heima nema ef kosningaþátttaka myndi fara yfir að minnsta kosti 80% (hefur aldrei gerst í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum). Fimm á móti 84.633.Kjósið ykkur sjálf Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þessa valdbeitingu er að mæta á kjörstað í kosningum 27. apríl og koma í veg fyrir að þeir flokkar sem stóðu fyrir tillögunni fái meirihluta til þess að staðfesta hana á næsta þingi. Kjósendur munu nefnilega ekki fá tækifæri til þess að segja skoðun sína á þessari breytingu í beinni atkvæðagreiðslu. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð fá yfir 50% kjörgengi þá munu þessir flokkar samþykkja breytinguna á stjórnarskránni og tækifærið til þess að fá stjórnarskrá þjóðarinnar verður glatað þangað til eftir næsta kjörtímabil, 2017! Alþingi er ekki ætlað að beita valdi þó að önnur grein stjórnarskráarinnar tilgreini löggjafarvald. Alþingi er ætlað að vera þjónusta við samfélagið, fyrir samfélagið. Þeir þingmenn sem setjast á þing undir orðunum „löggjafarvald" munu sjálfkrafa beita valdi, orðsins vegna. Píratar skilja hins vegar að Alþingi er þjónusta við samfélagið. Píratar skilja beint lýðræði. Píratar skilja „löggjafarþjónustu". Kjósið Pírata, kjósið allt annað en flokka sem níðast á stjórnarskránni. Kjósið flokka sem skilja þjónustuhlutverkið. Ekki kjósa vald, kjósið ykkur sjálf.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun