Velferð á umbrotatímum Árni Páll Árnason skrifar 16. apríl 2013 07:00 Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun