

Erlendi risinn á bak við íslenska nafnið
Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi.
Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan.
Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.
Holur hljómur
Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki.
Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller.
Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi.
Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku.
* Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar