Stöðugleika strax! Árni Páll Árnason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru líka lykilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meira en við eyðum. Við þurfum ekki að bíða eftir niðurstöðum nefnda um verðtryggingu eða að innleysa á óvissum árafjölda hagnað af áhættuviðskiptum með eignir búa föllnu bankanna. Við höfðum kjark til að taka á kröfuhöfunum og færa erlendar eignir þeirra undir höftin með marslögunum. Þá voru hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur með. Við höfum líka kjark til þess að nýta þessa stöðu til að skapa þjóðinni allri ávinning af samningum við kröfuhafa, en ekki bara fáum útvöldum. Samningsstaðan gagnvart kröfuhöfunum, sem við höfum skapað, og árangur í ríkisfjármálum, sem við höfum skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn mörg tækifæri. Hún getur nýtt þau í þágu vildarvina, eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna nú að bæði leynt og ljóst. Hún getur líka nýtt þau í þágu þjóðarinnar allrar, eins og við viljum. Heit mitt er það að Samfylkingin muni nýta allt það svigrúm sem fæst við hagstjórnina á komandi misserum að fullu í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Við munum áfram starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi. Viltu frekar prófa hitt aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári. Ábyrg ríkisfjármál og stöðugt gengi eru líka lykilatriði til að halda niðri verðbólgu og vöxtum. Ekkert skapar meiri kjarabót fyrir heimilin. Ekkert skiptir meira máli til að fjölga atvinnutækifærum. Verkefnið okkar er einfalt: Að afla meira en við eyðum. Við þurfum ekki að bíða eftir niðurstöðum nefnda um verðtryggingu eða að innleysa á óvissum árafjölda hagnað af áhættuviðskiptum með eignir búa föllnu bankanna. Við höfðum kjark til að taka á kröfuhöfunum og færa erlendar eignir þeirra undir höftin með marslögunum. Þá voru hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur með. Við höfum líka kjark til þess að nýta þessa stöðu til að skapa þjóðinni allri ávinning af samningum við kröfuhafa, en ekki bara fáum útvöldum. Samningsstaðan gagnvart kröfuhöfunum, sem við höfum skapað, og árangur í ríkisfjármálum, sem við höfum skapað, munu veita nýrri ríkisstjórn mörg tækifæri. Hún getur nýtt þau í þágu vildarvina, eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stefna nú að bæði leynt og ljóst. Hún getur líka nýtt þau í þágu þjóðarinnar allrar, eins og við viljum. Heit mitt er það að Samfylkingin muni nýta allt það svigrúm sem fæst við hagstjórnina á komandi misserum að fullu í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Við munum áfram starfa með almannahagsmuni að leiðarljósi. Viltu frekar prófa hitt aftur?
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar