Oddný á skautum Kristín Guðmundsdóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun