Nýr og skýr valkostur Eldar Ástþórsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun