Til þjóðar sem á betra skilið Sölvi Björn Sigurðsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum og þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur breyst en kannski minna en margir vildu. Vinstra fólk situr eftir með vonbrigði þess að ýmsar samfélagsúrbætur eins og ákvæði um þjóðareign grunnauðlinda hafi ekki verið styrktar í nýrri stjórnarskrá. Margt jafnaðarfólk er svekkt yfir því að aðildarviðræður um Evrópusambandið skuli ekki vera lengra á veg komnar. Sjálfstæðismönnum er létt yfir kvótanum sínum en svolítið titrandi yfir ýmsu öðru. Og Framsóknarmenn … ég veit svo sem ekki hvað þeim finnst um nokkra hluti yfir höfuð, nema þeir eru kátir með Ólaf Ragnar og Icesave. Einu getum við öll í hjarta okkar glaðst yfir og það er að Ísland skuli ekki hafa farið alveg á hausinn; hér eru enn reknir spítalar, grunnskólar, fjölbrautaskólar og háskólar. Íþróttahúsin og leikhúsin eru í daglegri notkun. Það hefur eiginlega ekkert svo mikið breyst, ekki þannig. Og fólk er bara nokkuð sátt. Vor ástkæra þjóðaríþrótt, að hafa allt á hornum sér og horfa ekki út fyrir ljórann á kofanum sínum, er líka enn í fullu fjöri.Smælingjar samfélagsins Alveg er ég viss um að formaður Framsóknarflokksins hefur einhvern tíma hlustað á Megas. „Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig.“ Flokkurinn hans hefur aldrei mælst með meira fylgi en einmitt núna, nokkrum dögum fyrir kosningar. Hann smælar framan í heiminn, og heimurinn smælar framan í hann. Smælingjarnir eru næstum þriðjungur þjóðarinnar ef marka má nýjustu skoðanakannanir og er freistandi að skipta atkvæðum þeirra í grófum dráttum í þrennt: 10% eru gamalgróið kjörfylgi, 10% óánægjufylgi úr Sjálfstæðisflokknum og afgangurinn stuðningur frá fólki sem trúir því í raun og veru að það fái margar milljónir að gjöf í umboði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um fyrstu tíu prósentin er lítið hægt að segja, þau munu fylgja þessari þjóð þar til geimverur nema jörðina, og er þá enn óvíst hvort þeim muni nokkuð fækka. Næstu tíu prósent eru skiljanleg í ljósi vandræðanna hjá Sjálfstæðismönnum en það eru síðustu tíu prósentin sem eru langathyglisverðust í mikilli fylgisaukningu Framsóknar.Óræð kosningaloforð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur í langan tíma talað fyrir niðurfellingu skulda. Í nýlegu viðtali í Fréttatímanum, þar sem hann impraði á útfærslum í þessu máli, var ekki hægt að sjá að þær væru langt á veg komnar eða skýrt væri hvernig framkvæma ætti herlegheitin, hverjir fengju hvað og svo framvegis. Peningarnir eiga að koma frá útlendingum sem hljóta að bíða í röðum eftir að gefa peningana sína skuldugri millistétt Íslendinga sem búa í dýrum húsum. Flöt niðurfelling allra húsnæðisskulda, hugsanlega tekjutengd eða með einhvers konar hámarki, virðist ekki í deiglunni. Enda væri hún kannski svolítið klikkuð þegar litið er til aðstæðna í samfélaginu, fjársveltis spítalanna, lágra tekna og hárra skatta. Það kann að vera lýðræðismál í hugum einhverra að fjölskyldur með 10-15 milljóna árstekjur fái samsvarandi upphæð að gjöf frá ríkinu svo þær geti haldið áfram að búa í einbýlishúsi, en ef málið snýst um hvort heldur eigi að greiða niður skuldir ríkisins, styrkja heilbrigðiskerfið og hækka vaxtabætur – sem allir skuldarar myndu græða á – þá kysi ég seinni kostinn. Ég get auðvitað í hinu heiða skini fyrri kostsins alið í brjósti mér von um að verðtryggðu lánin mín frá 2003 yrðu „leiðrétt“ og þannig myndi ég græða nokkrar milljónir í einum grænum, sem er nákvæmlega það sem mig vantar. Alveg nákvæmlega. En hvað með alla hina, fólkið sem á bara skuldir en ekkert húsnæði, fólk sem eygir aðeins fjarlæga von um að geta eignast húsnæði vegna þess hversu allt er dýrt og tekjurnar lágar? Eða sjúklingana sem bíða lengur en oftast áður eftir læknisþjónustu, vegna þess að peningar finnast ekki til að sinna þeim? Málið lítur raunar allt þannig út, verði Framsóknarflokkurinn sigurvegari kosninganna, að næstu fjögur ár fari í að ræða stóra Niðurfellingarmálið inni á þinginu á meðan önnur og brýnni mál fyrir samtíðina sitja á hakanum. Við fengjum nýtt Icesave-mál. Á meðan gæti stjórnmálaflokkurinn sem eyðilagði Lagarfljót, studdi innrásina í Írak og átti ásamt Sjálfstæðisflokknum stærstan þátt í mestu lífskjaraskerðingu almennings í sögu lýðveldisins að nýju farið að dunda sér við að koma áhugamálum sínum á koppinn. Í þessu birtist ekki fögur framtíðarsýn, heldur fimbulköld gusa framan í þjóð sem á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum og þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur breyst en kannski minna en margir vildu. Vinstra fólk situr eftir með vonbrigði þess að ýmsar samfélagsúrbætur eins og ákvæði um þjóðareign grunnauðlinda hafi ekki verið styrktar í nýrri stjórnarskrá. Margt jafnaðarfólk er svekkt yfir því að aðildarviðræður um Evrópusambandið skuli ekki vera lengra á veg komnar. Sjálfstæðismönnum er létt yfir kvótanum sínum en svolítið titrandi yfir ýmsu öðru. Og Framsóknarmenn … ég veit svo sem ekki hvað þeim finnst um nokkra hluti yfir höfuð, nema þeir eru kátir með Ólaf Ragnar og Icesave. Einu getum við öll í hjarta okkar glaðst yfir og það er að Ísland skuli ekki hafa farið alveg á hausinn; hér eru enn reknir spítalar, grunnskólar, fjölbrautaskólar og háskólar. Íþróttahúsin og leikhúsin eru í daglegri notkun. Það hefur eiginlega ekkert svo mikið breyst, ekki þannig. Og fólk er bara nokkuð sátt. Vor ástkæra þjóðaríþrótt, að hafa allt á hornum sér og horfa ekki út fyrir ljórann á kofanum sínum, er líka enn í fullu fjöri.Smælingjar samfélagsins Alveg er ég viss um að formaður Framsóknarflokksins hefur einhvern tíma hlustað á Megas. „Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig.“ Flokkurinn hans hefur aldrei mælst með meira fylgi en einmitt núna, nokkrum dögum fyrir kosningar. Hann smælar framan í heiminn, og heimurinn smælar framan í hann. Smælingjarnir eru næstum þriðjungur þjóðarinnar ef marka má nýjustu skoðanakannanir og er freistandi að skipta atkvæðum þeirra í grófum dráttum í þrennt: 10% eru gamalgróið kjörfylgi, 10% óánægjufylgi úr Sjálfstæðisflokknum og afgangurinn stuðningur frá fólki sem trúir því í raun og veru að það fái margar milljónir að gjöf í umboði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um fyrstu tíu prósentin er lítið hægt að segja, þau munu fylgja þessari þjóð þar til geimverur nema jörðina, og er þá enn óvíst hvort þeim muni nokkuð fækka. Næstu tíu prósent eru skiljanleg í ljósi vandræðanna hjá Sjálfstæðismönnum en það eru síðustu tíu prósentin sem eru langathyglisverðust í mikilli fylgisaukningu Framsóknar.Óræð kosningaloforð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur í langan tíma talað fyrir niðurfellingu skulda. Í nýlegu viðtali í Fréttatímanum, þar sem hann impraði á útfærslum í þessu máli, var ekki hægt að sjá að þær væru langt á veg komnar eða skýrt væri hvernig framkvæma ætti herlegheitin, hverjir fengju hvað og svo framvegis. Peningarnir eiga að koma frá útlendingum sem hljóta að bíða í röðum eftir að gefa peningana sína skuldugri millistétt Íslendinga sem búa í dýrum húsum. Flöt niðurfelling allra húsnæðisskulda, hugsanlega tekjutengd eða með einhvers konar hámarki, virðist ekki í deiglunni. Enda væri hún kannski svolítið klikkuð þegar litið er til aðstæðna í samfélaginu, fjársveltis spítalanna, lágra tekna og hárra skatta. Það kann að vera lýðræðismál í hugum einhverra að fjölskyldur með 10-15 milljóna árstekjur fái samsvarandi upphæð að gjöf frá ríkinu svo þær geti haldið áfram að búa í einbýlishúsi, en ef málið snýst um hvort heldur eigi að greiða niður skuldir ríkisins, styrkja heilbrigðiskerfið og hækka vaxtabætur – sem allir skuldarar myndu græða á – þá kysi ég seinni kostinn. Ég get auðvitað í hinu heiða skini fyrri kostsins alið í brjósti mér von um að verðtryggðu lánin mín frá 2003 yrðu „leiðrétt“ og þannig myndi ég græða nokkrar milljónir í einum grænum, sem er nákvæmlega það sem mig vantar. Alveg nákvæmlega. En hvað með alla hina, fólkið sem á bara skuldir en ekkert húsnæði, fólk sem eygir aðeins fjarlæga von um að geta eignast húsnæði vegna þess hversu allt er dýrt og tekjurnar lágar? Eða sjúklingana sem bíða lengur en oftast áður eftir læknisþjónustu, vegna þess að peningar finnast ekki til að sinna þeim? Málið lítur raunar allt þannig út, verði Framsóknarflokkurinn sigurvegari kosninganna, að næstu fjögur ár fari í að ræða stóra Niðurfellingarmálið inni á þinginu á meðan önnur og brýnni mál fyrir samtíðina sitja á hakanum. Við fengjum nýtt Icesave-mál. Á meðan gæti stjórnmálaflokkurinn sem eyðilagði Lagarfljót, studdi innrásina í Írak og átti ásamt Sjálfstæðisflokknum stærstan þátt í mestu lífskjaraskerðingu almennings í sögu lýðveldisins að nýju farið að dunda sér við að koma áhugamálum sínum á koppinn. Í þessu birtist ekki fögur framtíðarsýn, heldur fimbulköld gusa framan í þjóð sem á betra skilið.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun