Hrunið og heimskan Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. júní 2013 06:00 Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð „forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi. Sumir misstu allt sem þeir áttu. Greiðslubyrði námslána stórhækkaði. Kaupmáttur launafólks hrundi. Aldrað fólk og öryrkjar urðu fyrir mikilli lífskjaraskerðingu. Bætur aldraða fólksins voru t.d. skertar um 17 milljarða króna á sl. fjórum árum, auk minnkunar kaupmáttar lífeyris- og bótagreiðslna. Og fólk sem skuldaði húsnæðis- og bílalán auk neyslulána varð fyrir miklu áfalli – líka sá mikli fjöldi sem kominn var í greiðsluþrot af eigin völdum löngu fyrir hrun. Svona var þetta. Samt hefur orðræða öll síðustu fjögur ár svo til einvörðungu snúist um vanda þeirra síðasttöldu, skuldara húsnæðis-, bíla- og neyslulána. Og kosningarnar snerust líka aðeins um þá og þeirra vanda. Lofað var að leysa hann. Lítið talað um aðra. Skautað yfir þá. Að sæmilega vel upplýst fólk skuli fást til þess að trúa að í skuldugu samfélagi á vonarvöl sé hægt að rétta einum hópi fólks fjárhæðir milli tvö hundruð og þrjú hundruð milljarða króna án þess að það komi við nokkurn annan í samfélaginu sem á í vök að verjast; ríkissjóð, skattborgara eða hina tjónsþolana?! Alltaf munu verða til einhverjir þeir sem láta til þess leiðast að lofa í kosningum meiru en hægt er að efna . En þarna var lofað svo miklu meiru en hægt er að efna. Meiru en nokkur dæmi eru til um í gervallri sögu kosninga á Íslandi. Hættan er ekki bara sú að meðvituð sjálfsblekking hafi tekið völdin af heilbrigðri skynsemi fólks; jafnvel að heimskan hafi borið hyggjuvitið ofurliði. Hættan er fordæmið sem verið er að setja. Ef hægt er að stefna til sín fjöldafylgi með því að lofa fólki miklu meiru en nokkur skynsemi segir að hægt sé að efna hvernig mun þá næsta kosningabarátta líta út? Endurheimt heilbrigðrar skynsemi er þjóðþrifamál en líkast til fást ekki mörg atkvæði út á slíka stefnu. A.m.k. ekki eins og sakir standa.Meðvituð sjálfsblekking Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB. Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri! Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð „forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi. Sumir misstu allt sem þeir áttu. Greiðslubyrði námslána stórhækkaði. Kaupmáttur launafólks hrundi. Aldrað fólk og öryrkjar urðu fyrir mikilli lífskjaraskerðingu. Bætur aldraða fólksins voru t.d. skertar um 17 milljarða króna á sl. fjórum árum, auk minnkunar kaupmáttar lífeyris- og bótagreiðslna. Og fólk sem skuldaði húsnæðis- og bílalán auk neyslulána varð fyrir miklu áfalli – líka sá mikli fjöldi sem kominn var í greiðsluþrot af eigin völdum löngu fyrir hrun. Svona var þetta. Samt hefur orðræða öll síðustu fjögur ár svo til einvörðungu snúist um vanda þeirra síðasttöldu, skuldara húsnæðis-, bíla- og neyslulána. Og kosningarnar snerust líka aðeins um þá og þeirra vanda. Lofað var að leysa hann. Lítið talað um aðra. Skautað yfir þá. Að sæmilega vel upplýst fólk skuli fást til þess að trúa að í skuldugu samfélagi á vonarvöl sé hægt að rétta einum hópi fólks fjárhæðir milli tvö hundruð og þrjú hundruð milljarða króna án þess að það komi við nokkurn annan í samfélaginu sem á í vök að verjast; ríkissjóð, skattborgara eða hina tjónsþolana?! Alltaf munu verða til einhverjir þeir sem láta til þess leiðast að lofa í kosningum meiru en hægt er að efna . En þarna var lofað svo miklu meiru en hægt er að efna. Meiru en nokkur dæmi eru til um í gervallri sögu kosninga á Íslandi. Hættan er ekki bara sú að meðvituð sjálfsblekking hafi tekið völdin af heilbrigðri skynsemi fólks; jafnvel að heimskan hafi borið hyggjuvitið ofurliði. Hættan er fordæmið sem verið er að setja. Ef hægt er að stefna til sín fjöldafylgi með því að lofa fólki miklu meiru en nokkur skynsemi segir að hægt sé að efna hvernig mun þá næsta kosningabarátta líta út? Endurheimt heilbrigðrar skynsemi er þjóðþrifamál en líkast til fást ekki mörg atkvæði út á slíka stefnu. A.m.k. ekki eins og sakir standa.Meðvituð sjálfsblekking Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB. Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri! Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar