Aron: Þoldu ekki pressuna að vera á stóra sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 20:08 Bjarki Már Gunnarsson og Rúnar Kárason í leiknum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty „Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi. Ísland vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússlandi og Austurríki og hefði unnið mótið með sigri í kvöld. Íslenska liðið átti hinsvegar fá svör við léttleikandi Þjóðverjum sem fóru á kostum. Þórir Ólafsson var ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson á nára í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru heldur ekki með íslenska liðinu út. Aron þurfti því að láta reyna á breidd hópsins. „Við erum með nýtt lið að vissu leyti og margir nýir leikmenn hafa verið að fá mínútur að undanförnu. Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa. Þeir þurfa að fá verkefni og þurfa að fá mínútur því annars verða þeir ekki klárir," sagði Aron og það var ekkert auðvelt fyrir reynslulitla leikmenn liðsins að glíma við þýskt lið í ham. „Strákarnir voru á stóra sviðinu í þessum leik á útivelli á móti Þýskalandi. Þeir áttu erfitt með að þola þá pressu," sagði Aron hreinskilinn. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með sigrinum en þeir komust ekki á leið á EM í Danmörku eins og íslenska landsliðið. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá var enginn til þess að taka við. Við getum samt tekið helling af góðum hlutum frá þessu móti og það þurum við að nýta okkur í áframhaldandi undirbúningi fyrir Evrópumótið," sagði Aron.Aron Kristjánsson.Mynd/VilhelmMynd/NordicPhotos/GettyÓlafur Bjarki Ragnarsson meiddist á nára.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
„Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi. Ísland vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússlandi og Austurríki og hefði unnið mótið með sigri í kvöld. Íslenska liðið átti hinsvegar fá svör við léttleikandi Þjóðverjum sem fóru á kostum. Þórir Ólafsson var ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson á nára í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru heldur ekki með íslenska liðinu út. Aron þurfti því að láta reyna á breidd hópsins. „Við erum með nýtt lið að vissu leyti og margir nýir leikmenn hafa verið að fá mínútur að undanförnu. Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa. Þeir þurfa að fá verkefni og þurfa að fá mínútur því annars verða þeir ekki klárir," sagði Aron og það var ekkert auðvelt fyrir reynslulitla leikmenn liðsins að glíma við þýskt lið í ham. „Strákarnir voru á stóra sviðinu í þessum leik á útivelli á móti Þýskalandi. Þeir áttu erfitt með að þola þá pressu," sagði Aron hreinskilinn. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með sigrinum en þeir komust ekki á leið á EM í Danmörku eins og íslenska landsliðið. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá var enginn til þess að taka við. Við getum samt tekið helling af góðum hlutum frá þessu móti og það þurum við að nýta okkur í áframhaldandi undirbúningi fyrir Evrópumótið," sagði Aron.Aron Kristjánsson.Mynd/VilhelmMynd/NordicPhotos/GettyÓlafur Bjarki Ragnarsson meiddist á nára.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira