Það er oft látið mikið með fótboltann á æfingum handboltalandsliðsins. Það er klárlega hápunktur æfinganna hjá strákunum og þeir draga ekki af sér í boltanum.
Daníel Rúnarsson myndaði fótboltann aðeins í dag og náði meðal annars marki frá Rúnari Kárasyni gegn fyrrum ofurmarkverðinum, Róberti Gunnarssyni.
Það mark reyndist vera skammgóður vermir fyrir unga því eldri unnu öruggan sigur í dag. Kári Kristján með tvö mörk og Ásgeir Örn með eina sleggju fyrir utan teig.
Sjá má myndbandið hér að ofan.
Handbolti