Danir mæta Króötum í undanúrslitum á Evrópumóti karla í handknattleik. Þetta varð ljóst eftir sigur Króata á Pólverjum í milliriðli 2 í kvöld.
Um hreinan úrslitaleik þjóðanna var að ræða um það hvort liðið næði öðru sætinu í riðlinum og þar með sæti í undanúrslitum.
Pólverjar leiddu 15-14 í hálfleik gegn Króötum sem sýndu styrk sinn í síðari hálfleik. Þeir sigu fram úr og unnu að lokum þriggja marka sigur 31-28.
Það verða því Spánverjar og Frakkar sem mætast annars vegar og Danir og Króatar hins vegar í undanúrslitunum á föstudaginn. Fyrsti leikur dagsins verður þó viðureign Íslendinga og Pólverja um fimmta sætið klukkan 15. Ekkert er í húfi í leiknum nema heiðurinn.
Handbolti