Símafélögum er óheimilt að afhenda gögn sem eru eldri en sex mánaða Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2014 20:06 Forstjóri póst- og fjarskiptastofnunar segir ótvírætt að símafélögum sé óheimilt að afhenda lögreglu eða öðrum gögn um símtöl sem eru eldri en sex mánaða. Vodafone afhenti lögreglu hins vegar gögn sem náðu tæplega fimm ár aftur í tímann sem hæstaréttarlögmaður telur óeðlilegt að yfirvöld óski eftir. Samkvæmt lögum mega símafélögin geyma gögn um símtöl í sex mánuði en ber þá að eyða þeim. En í febrúar 2012 þegar lögregla óskaði með dómsúrskurði eftir gögnum um símtöl, afhenti Vodafone gögn allt að fimm ár aftur í tímann og ber nú fyrir sig að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum efnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað um gögnin í tengslum við rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns og virðist vart hafa trúað því sjálf að hún fengi gögnin afhent, því þegar þau eru áfram send til lögreglunnar á Akranesi er það gert með þessum skilaboðum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“Hefði ekki verið eðlilegt þegar þessi beiðni kom að eyða gögnunum í stað þess að afhenda þau?„Okkar vinnulag í málum af þessu tagi hefur verið þannig að við höfum afhent þau gögn sem dómsúrskurður hefur kveðið á um,“ segir Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone. Fyrirtækið treysti sér ekki til að setjast í dómarasæti. „Þegar þetta mál kemur upp hefur Póst og fjarskiptastofnun í rauninni nýtekið af vafa um það hvernig bæri að túlka lög. Það eru nokkrir ólíkir lagabálkar sem stönguðust á,“ bætir hann við og vísar þar til úrskurðar Póst og fjarskiptastofnunar í máli Símans í nóvember 2011, þremur mánuðum áður en Vodafone afhenti lögreglu gögnin. Þar sem stofnunin ítrekar tímafyrirvaran í lögunum og að túlka beri þá fyrirvara í lögunum þröngt.Er þá ekki sanngjarnt gagnvart viðskiptavininum að eyða gögnunum og segja dómara og lögreglu að þessi gögn séu ekki til? „Við segjum ekki ósatt að minnsta kosti. Ef gögnin eru til þá höfum við eins og ég segi haft þann sið að afhenda þau, ef reglur og úrskurðir kveða svo á um,“ segir Hrannar.Lögin um afhendingu gagna eru skýr„Almennt séð eiga gögn ekki að vera til sem eru eldri en sex mánuðir. Það kunna að vera undantekningar á því eins og varðandi reikningagerð. En að því undanskyldu get ég ekki séð að að það sé heimilt að afhenda slík gögn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. Og lögin hafi verið til staðar löngu fyrir úrskurð Póst og fjarksiptastofnunar í nóvember 2011. „Við tókum ákvörðun í lok árs 2011 sem beindist að Símanum varðandi varðveislu persónuupplýsinga. Þar var skýrt kveðið á um það að þessi sex mánaða hámarkstími gildir og það má kannski segja að þetta hafi að mörgu leyti verið réttarskýrandi ákvörðun,“ segir Hrafnkell.Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að ólíkt því sem þekkist í Bandaríkjunum, geti gögn sem fengin séu með vafasömum hætti verið notuð fyrir dómi. En með þeim fyrirvara að lögregla hafi óskað eftir gögnum lengra aftur í tímann en geyma megi gögnin sé ósk lögreglu ekki eðlileg. „Nei, einmitt með þessum fyrirvara. Það er auðvitað ekki eðlilegt að lögregla óski eftir gögnum sem er vitað eða hún má vita að eru orðin það gömul að það má ekki varsla þau lengur. Með sama hætti má auðvitað dómstóll ekki úrskurða um það að afhenda beri gögn sem eru orðin þetta gömul,“ segir Sveinn Andri Sveinsson. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“ Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. 22. janúar 2014 06:45 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 Lögreglan furðaði sig á því að fá gögnin frá Vodafone „Sælir, svo ótrúlegt sem það er, þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“ 22. janúar 2014 11:32 Vodafone ber fyrir sig lagalega óvissu Upplýsingafulltrúi Vodafone segir lagalega óvissu hafa verið um vistun gagna fram í nóvember 2011 en afhenti lögreglu engu að síður ólögleg gögn þremur mánuðum síðar. 22. janúar 2014 12:57 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Forstjóri póst- og fjarskiptastofnunar segir ótvírætt að símafélögum sé óheimilt að afhenda lögreglu eða öðrum gögn um símtöl sem eru eldri en sex mánaða. Vodafone afhenti lögreglu hins vegar gögn sem náðu tæplega fimm ár aftur í tímann sem hæstaréttarlögmaður telur óeðlilegt að yfirvöld óski eftir. Samkvæmt lögum mega símafélögin geyma gögn um símtöl í sex mánuði en ber þá að eyða þeim. En í febrúar 2012 þegar lögregla óskaði með dómsúrskurði eftir gögnum um símtöl, afhenti Vodafone gögn allt að fimm ár aftur í tímann og ber nú fyrir sig að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum efnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað um gögnin í tengslum við rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns og virðist vart hafa trúað því sjálf að hún fengi gögnin afhent, því þegar þau eru áfram send til lögreglunnar á Akranesi er það gert með þessum skilaboðum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“Hefði ekki verið eðlilegt þegar þessi beiðni kom að eyða gögnunum í stað þess að afhenda þau?„Okkar vinnulag í málum af þessu tagi hefur verið þannig að við höfum afhent þau gögn sem dómsúrskurður hefur kveðið á um,“ segir Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone. Fyrirtækið treysti sér ekki til að setjast í dómarasæti. „Þegar þetta mál kemur upp hefur Póst og fjarskiptastofnun í rauninni nýtekið af vafa um það hvernig bæri að túlka lög. Það eru nokkrir ólíkir lagabálkar sem stönguðust á,“ bætir hann við og vísar þar til úrskurðar Póst og fjarskiptastofnunar í máli Símans í nóvember 2011, þremur mánuðum áður en Vodafone afhenti lögreglu gögnin. Þar sem stofnunin ítrekar tímafyrirvaran í lögunum og að túlka beri þá fyrirvara í lögunum þröngt.Er þá ekki sanngjarnt gagnvart viðskiptavininum að eyða gögnunum og segja dómara og lögreglu að þessi gögn séu ekki til? „Við segjum ekki ósatt að minnsta kosti. Ef gögnin eru til þá höfum við eins og ég segi haft þann sið að afhenda þau, ef reglur og úrskurðir kveða svo á um,“ segir Hrannar.Lögin um afhendingu gagna eru skýr„Almennt séð eiga gögn ekki að vera til sem eru eldri en sex mánuðir. Það kunna að vera undantekningar á því eins og varðandi reikningagerð. En að því undanskyldu get ég ekki séð að að það sé heimilt að afhenda slík gögn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. Og lögin hafi verið til staðar löngu fyrir úrskurð Póst og fjarksiptastofnunar í nóvember 2011. „Við tókum ákvörðun í lok árs 2011 sem beindist að Símanum varðandi varðveislu persónuupplýsinga. Þar var skýrt kveðið á um það að þessi sex mánaða hámarkstími gildir og það má kannski segja að þetta hafi að mörgu leyti verið réttarskýrandi ákvörðun,“ segir Hrafnkell.Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að ólíkt því sem þekkist í Bandaríkjunum, geti gögn sem fengin séu með vafasömum hætti verið notuð fyrir dómi. En með þeim fyrirvara að lögregla hafi óskað eftir gögnum lengra aftur í tímann en geyma megi gögnin sé ósk lögreglu ekki eðlileg. „Nei, einmitt með þessum fyrirvara. Það er auðvitað ekki eðlilegt að lögregla óski eftir gögnum sem er vitað eða hún má vita að eru orðin það gömul að það má ekki varsla þau lengur. Með sama hætti má auðvitað dómstóll ekki úrskurða um það að afhenda beri gögn sem eru orðin þetta gömul,“ segir Sveinn Andri Sveinsson.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“ Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. 22. janúar 2014 06:45 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 Lögreglan furðaði sig á því að fá gögnin frá Vodafone „Sælir, svo ótrúlegt sem það er, þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“ 22. janúar 2014 11:32 Vodafone ber fyrir sig lagalega óvissu Upplýsingafulltrúi Vodafone segir lagalega óvissu hafa verið um vistun gagna fram í nóvember 2011 en afhenti lögreglu engu að síður ólögleg gögn þremur mánuðum síðar. 22. janúar 2014 12:57 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“ Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. 22. janúar 2014 06:45
Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13
Lögreglan furðaði sig á því að fá gögnin frá Vodafone „Sælir, svo ótrúlegt sem það er, þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“ 22. janúar 2014 11:32
Vodafone ber fyrir sig lagalega óvissu Upplýsingafulltrúi Vodafone segir lagalega óvissu hafa verið um vistun gagna fram í nóvember 2011 en afhenti lögreglu engu að síður ólögleg gögn þremur mánuðum síðar. 22. janúar 2014 12:57