Í spennitreyju haftanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. febrúar 2014 08:49 Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hefur undanfarnar vikur verið fjallað um áhrif gjaldeyrishaftanna á íslenzkt efnahags- og viðskiptalíf. Í síðasta blaði var sjónum beint að áhrifum haftanna á lífeyrissjóðina, umsvifamestu fjárfesta landsins, sem jafnframt gæta gríðarlegra hagsmuna nánast allra launþega í landinu. Vegna haftanna eru sjóðirnir lokaðir inni með fjárfestingar sínar og geta ekki lengur beint þeim að hluta til á alþjóðlegan fjármálamarkað. Þetta hefur margs konar afleiðingar. Í fyrsta lagi eru áhrifin fyrir sjóðina sjálfa og eigendur þeirra, fólkið í landinu, neikvæð. Að binda mikinn meirihluta fjárfestinga sjóðanna við eitt hagkerfi, það íslenzka, eykur stórlega áhættu þeirra. Hlutfall erlendra eigna þeirra er nú aðeins um 20 prósent og stefnir í 15 prósent á næstu sjö til átta árum. Til lengri tíma litið mun þetta draga úr ávöxtun sjóðanna og þar með úr getu þeirra til að standa undir skuldbindingum. Með öðrum orðum getum við ekki vænzt þess að hafa það jafngott í ellinni eða ef við veikjumst eða slösumst og við hefðum gert ella. Í öðru lagi eru áhrifin á hagkerfið í heild þau að kröfur til útgefenda hvers kyns verðbréfa minnki þegar fjárfestar hafa eingöngu um innlendar fjárfestingar að velja, eins og Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á í Markaðnum. Það dregur úr framleiðni í hagkerfinu og kemur þar með niður á hagvexti og lífskjörum. Í þriðja lagi hafa lífeyrissjóðirnir á skömmum tíma safnað að sér svo miklum eignum að það er byrjað að koma niður á samkeppnisumhverfinu í landinu. Á einu ári hefur bein eign sjóðanna í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina vaxið úr 29 prósentum í 37 prósent. Þá er ótalin óbein eignaraðild sjóðanna í gegnum ýmiss konar fjárfestingarsjóði. Líkast til eiga þeir upp undir helming hlutabréfamarkaðarins. Þannig upplifum við í nýju formi eina helztu meinsemd efnahagslífsins fyrir hrun; samþjappað og um leið óskýrt eignarhald.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í Markaðnum að höftin stuðli að einangrun og dragi úr samkeppni erlendis frá. Þau hamli möguleikum nýrra fyrirtækja til að hasla sér völl á markaði og veiki fjárhagsstöðu þeirra sem fyrir eru. Loks ýtir innilokun þessara stóru fjárfesta undir verðbólur, bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaðnum. Þetta er aðeins hluti af þeirri dapurlegu mynd sem er að teiknast upp af íslenzku atvinnulífi innan haftamúrsins. Því miður eru engar líkur á að hún breytist mikið á meðan við búum áfram við krónuna, sem verður í höftum til frambúðar. Seðlabankinn hefur gefið skýrt til kynna að lífeyrissjóðirnir muni í fyrirsjáanlegri framtíð búa við „hraðahindranir“; verði áfram að mestu innilokaðir. Átta stjórnmálamennirnir sig virkilega ekki á því hversu alvarleg þessi staða er? Af hverju eru þeir ekki að gera neitt til að útvega okkur gjaldmiðil sem getur spjarað sig án hafta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hefur undanfarnar vikur verið fjallað um áhrif gjaldeyrishaftanna á íslenzkt efnahags- og viðskiptalíf. Í síðasta blaði var sjónum beint að áhrifum haftanna á lífeyrissjóðina, umsvifamestu fjárfesta landsins, sem jafnframt gæta gríðarlegra hagsmuna nánast allra launþega í landinu. Vegna haftanna eru sjóðirnir lokaðir inni með fjárfestingar sínar og geta ekki lengur beint þeim að hluta til á alþjóðlegan fjármálamarkað. Þetta hefur margs konar afleiðingar. Í fyrsta lagi eru áhrifin fyrir sjóðina sjálfa og eigendur þeirra, fólkið í landinu, neikvæð. Að binda mikinn meirihluta fjárfestinga sjóðanna við eitt hagkerfi, það íslenzka, eykur stórlega áhættu þeirra. Hlutfall erlendra eigna þeirra er nú aðeins um 20 prósent og stefnir í 15 prósent á næstu sjö til átta árum. Til lengri tíma litið mun þetta draga úr ávöxtun sjóðanna og þar með úr getu þeirra til að standa undir skuldbindingum. Með öðrum orðum getum við ekki vænzt þess að hafa það jafngott í ellinni eða ef við veikjumst eða slösumst og við hefðum gert ella. Í öðru lagi eru áhrifin á hagkerfið í heild þau að kröfur til útgefenda hvers kyns verðbréfa minnki þegar fjárfestar hafa eingöngu um innlendar fjárfestingar að velja, eins og Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á í Markaðnum. Það dregur úr framleiðni í hagkerfinu og kemur þar með niður á hagvexti og lífskjörum. Í þriðja lagi hafa lífeyrissjóðirnir á skömmum tíma safnað að sér svo miklum eignum að það er byrjað að koma niður á samkeppnisumhverfinu í landinu. Á einu ári hefur bein eign sjóðanna í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina vaxið úr 29 prósentum í 37 prósent. Þá er ótalin óbein eignaraðild sjóðanna í gegnum ýmiss konar fjárfestingarsjóði. Líkast til eiga þeir upp undir helming hlutabréfamarkaðarins. Þannig upplifum við í nýju formi eina helztu meinsemd efnahagslífsins fyrir hrun; samþjappað og um leið óskýrt eignarhald.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í Markaðnum að höftin stuðli að einangrun og dragi úr samkeppni erlendis frá. Þau hamli möguleikum nýrra fyrirtækja til að hasla sér völl á markaði og veiki fjárhagsstöðu þeirra sem fyrir eru. Loks ýtir innilokun þessara stóru fjárfesta undir verðbólur, bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaðnum. Þetta er aðeins hluti af þeirri dapurlegu mynd sem er að teiknast upp af íslenzku atvinnulífi innan haftamúrsins. Því miður eru engar líkur á að hún breytist mikið á meðan við búum áfram við krónuna, sem verður í höftum til frambúðar. Seðlabankinn hefur gefið skýrt til kynna að lífeyrissjóðirnir muni í fyrirsjáanlegri framtíð búa við „hraðahindranir“; verði áfram að mestu innilokaðir. Átta stjórnmálamennirnir sig virkilega ekki á því hversu alvarleg þessi staða er? Af hverju eru þeir ekki að gera neitt til að útvega okkur gjaldmiðil sem getur spjarað sig án hafta?
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar