Janúkóvítsj eyddi 4,6 milljörðum í ljósakrónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 11:04 Viktor Janúkovitsj VISIR/AFP Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins. Úkraína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins.
Úkraína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira