Guðni Finnsson, guli pollinn í hljómsveitinni Pollapönk, er talinn þriðji kynþokkafyllsti karlflytjandinn í Eurovision að mati vefsíðunnar Good Evening Europe sem hefur tekið saman lista yfir þá tíu kynþokkafyllstu í keppninni.
Á vefsíðunni segir að hann sé blanda af John Cusack og Ricki Hall.
„Hann virðist vera svo… heimspekilegur. Og gulur. Og í góðu formi. Og já, hann getur gert stafrófið með líkama sínum. Hver veit hvað fleira hann getur gert með þessum hreyfingum?“ er meðal annars skrifað á síðunni.
Í öðru sæti á listanum er András Kállay-Saunders frá Ungverjalandi og í því fyrsta Richard Micallef frá Möltu.

