Jón Steindór Valdimarsson og félagar í Já Íslandi afhentu forseta Alþingis og þingflokksformönnum allra flokka 53.555 undirskriftir klukkan 13 í dag.
Þar er skorað á Alþingi að leggja þingsályktunartillögu, um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu, til hliðar og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Jón Steindór hafði á orði að afhendingin væri táknræn. Undirskriftasöfnunin hefði staðið yfir í 63 daga en henni væri einmitt beint til 63 þingmanna. Söfnunin hófst þann 23. febrúar og lauk sunnudaginn 27. apríl.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, veitti undirskriftunum móttöku fyrir hönd síns flokks í fjarveru Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Sagði Guðlaugur Þór að undirskriftasöfnun sem þessar væru vel þekkt fyrirfyrirbæri og hefðu að sjálfsögðu áhrif í umræðu um málið.
54 þúsund undirskriftir afhentar
Tengdar fréttir

Nálgast 50 þúsunda undirskrifta markið
Mjög hefur hægt á undirskriftasöfnuninni hjá thjod.is en Jón Steindór Valdimarsson segir að 50 þúsund undirskriftir náist um helgina.

Langt í metfjölda undirskrifta
Hátt í fjórir tugir þúsunda hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að slíta ekki aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Söfnunin er með þeim stærri í Íslandssögunni en á enn langt í að slá met.