Nýjar íbúðir fyrir hjúkrunarfræðinga í Vatnsmýrinni? Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir skrifar 27. maí 2014 17:37 Núna rétt fyrir kosningar lofar maðurinn sem flestir Reykvíkingar vilja sem næsta borgarstjóra ungum og öldnum ódýru húsnæði á komandi kjörtímabili. Samfylkingarskipstjórinn siglir milli vinnustaða í Reykjavík og lofar að reistar verði mörg þúsund íbúðir. Sömu loforð og hann gaf fyrir fjórum árum, en efndi ekki á kjörtímabilinu. Á fundum með starfsfólki LSH lofar hann nýjum spítala enda þótt hann viti að ekki hefur verið gengið frá fjármögnun spítalans. Þá slær hann ryki í augu starfsfólks spítalans og lætur að því liggja að það geti gengið í vinnuna úr nýju íbúðunum sem verði reistar í Vatnsmýri. Eins og Degi B. Eggertssyni er kunnugt er starfsfólk Landspítalans ekki á borgarstjóralaunum. Í dag er fermetraverð nýs húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur langt yfir hálfri milljón krónum. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH eru nú að meðaltali um 400 þúsund og útborguð laun ná ekki 300 þúsund. Lítil íbúð í Vatnsmýrinni mun því ekki kosta undir 40 milljónum króna. Til þess að hjúkrunarfræðingur á LSH hafi efni á slíkri íbúð þarf hann að lágmarki að inna af hendi 8 milljónir í útborgun og taka lán upp á 32 milljónir. Dagur veit vel að það þarf meira en laun hjúkrunarfræðings til að greiða af slíku láni. Enda þótt Dagur og eiginkona hans geti gengið í vinnuna frá heimili sínu á Óðinsgötunni er ekki þar með sagt að það sama gildi um annað starfsfólk spítalans. Að minnsta kosti er ljóst að hjúkrunarfræðingar á LSH munu ekki ganga í vinnuna úr Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn virðist einn flokka leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, svo sem í Úlfarsárdal. Í Úlfarsárdal hefur Dagur B. Eggertsson hins vegar samþykkt nýtt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að í stað 3.000 íbúða byggðar verði aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Það þýðir að í stað 9.000-10.000 íbúa byggðar verða þar aðeins um 3.000 íbúar. Ég hvet starfsfólk LSH því til að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Núna rétt fyrir kosningar lofar maðurinn sem flestir Reykvíkingar vilja sem næsta borgarstjóra ungum og öldnum ódýru húsnæði á komandi kjörtímabili. Samfylkingarskipstjórinn siglir milli vinnustaða í Reykjavík og lofar að reistar verði mörg þúsund íbúðir. Sömu loforð og hann gaf fyrir fjórum árum, en efndi ekki á kjörtímabilinu. Á fundum með starfsfólki LSH lofar hann nýjum spítala enda þótt hann viti að ekki hefur verið gengið frá fjármögnun spítalans. Þá slær hann ryki í augu starfsfólks spítalans og lætur að því liggja að það geti gengið í vinnuna úr nýju íbúðunum sem verði reistar í Vatnsmýri. Eins og Degi B. Eggertssyni er kunnugt er starfsfólk Landspítalans ekki á borgarstjóralaunum. Í dag er fermetraverð nýs húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur langt yfir hálfri milljón krónum. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH eru nú að meðaltali um 400 þúsund og útborguð laun ná ekki 300 þúsund. Lítil íbúð í Vatnsmýrinni mun því ekki kosta undir 40 milljónum króna. Til þess að hjúkrunarfræðingur á LSH hafi efni á slíkri íbúð þarf hann að lágmarki að inna af hendi 8 milljónir í útborgun og taka lán upp á 32 milljónir. Dagur veit vel að það þarf meira en laun hjúkrunarfræðings til að greiða af slíku láni. Enda þótt Dagur og eiginkona hans geti gengið í vinnuna frá heimili sínu á Óðinsgötunni er ekki þar með sagt að það sama gildi um annað starfsfólk spítalans. Að minnsta kosti er ljóst að hjúkrunarfræðingar á LSH munu ekki ganga í vinnuna úr Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn virðist einn flokka leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, svo sem í Úlfarsárdal. Í Úlfarsárdal hefur Dagur B. Eggertsson hins vegar samþykkt nýtt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að í stað 3.000 íbúða byggðar verði aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Það þýðir að í stað 9.000-10.000 íbúa byggðar verða þar aðeins um 3.000 íbúar. Ég hvet starfsfólk LSH því til að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt á laugardaginn.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar