"Ég nenni ekki að kjósa” Björg Baldursdóttir skrifar 27. maí 2014 15:21 Þessa fullyrðingu hef ég heyrt nokkrum sinnum núna undanfarið. Mig langar með nokkrum orðum að fá að ávarpa ykkur sem hafið ekki hugsað ykkur að nýta rétt ykkar til að kjósa. Í mínum huga eru hrein og klár mannréttindi að fá að fara á kjörstað, mér finnst að með því að nýta kosningarétt minn þá sé ég að sinna samfélagslegri skyldu minni og láta í ljós mína skoðun á því hvernig samfélagi ég vil búa í. Með því er ég líka að virða lýðræðið sem ríkir á Íslandi, lýðræði sem við fengum svo sannarlega ekki gefins. Við skulum ekki gleyma því að ekki er svo langt síðan við konur fengum réttinn til að kjósa, það var árið 1915 sem konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Það skyldi enginn vanmeta þennan rétt og alls ekki sitja heima á kjördag þann 31. maí. Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins að þín rödd heyrist, þá verður þú að taka þátt. Með kosningum til sveitastjórna höfum við tækifæri til að láta í ljós vilja okkar og hafa áhrif á samfélagsleg málefni. Njótum þess að eiga val. Mætum á kjörstað og setjum x við þann flokk sem hefur á sinni stefnuskrá menn og málefni sem okkur hugnast. Að sjálfsögðu höfum við öll misjafnar skoðanir á því hvað okkur hugnast en við skulum ekki láta það stoppa okkur í að nýta atkvæðisrétt okkar. Það að ,,nenna” ekki á kjörstað er ekki í boði í mínum huga sem samfélagsþegn í Kópavogi. Ég er búin að ákveða mig og ég kýs lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á málefni barnafjölskyldna, skólamál og frístundastyrk fyrir eldri borgara svo einhver dæmi séu tekin. Ég ætla að fara í sunnudagsfötin mín þann 31.maí, virða lýðræðið, mæta á kjörstað og setja mitt X við B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þessa fullyrðingu hef ég heyrt nokkrum sinnum núna undanfarið. Mig langar með nokkrum orðum að fá að ávarpa ykkur sem hafið ekki hugsað ykkur að nýta rétt ykkar til að kjósa. Í mínum huga eru hrein og klár mannréttindi að fá að fara á kjörstað, mér finnst að með því að nýta kosningarétt minn þá sé ég að sinna samfélagslegri skyldu minni og láta í ljós mína skoðun á því hvernig samfélagi ég vil búa í. Með því er ég líka að virða lýðræðið sem ríkir á Íslandi, lýðræði sem við fengum svo sannarlega ekki gefins. Við skulum ekki gleyma því að ekki er svo langt síðan við konur fengum réttinn til að kjósa, það var árið 1915 sem konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Það skyldi enginn vanmeta þennan rétt og alls ekki sitja heima á kjördag þann 31. maí. Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins að þín rödd heyrist, þá verður þú að taka þátt. Með kosningum til sveitastjórna höfum við tækifæri til að láta í ljós vilja okkar og hafa áhrif á samfélagsleg málefni. Njótum þess að eiga val. Mætum á kjörstað og setjum x við þann flokk sem hefur á sinni stefnuskrá menn og málefni sem okkur hugnast. Að sjálfsögðu höfum við öll misjafnar skoðanir á því hvað okkur hugnast en við skulum ekki láta það stoppa okkur í að nýta atkvæðisrétt okkar. Það að ,,nenna” ekki á kjörstað er ekki í boði í mínum huga sem samfélagsþegn í Kópavogi. Ég er búin að ákveða mig og ég kýs lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á málefni barnafjölskyldna, skólamál og frístundastyrk fyrir eldri borgara svo einhver dæmi séu tekin. Ég ætla að fara í sunnudagsfötin mín þann 31.maí, virða lýðræðið, mæta á kjörstað og setja mitt X við B.
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar