Sviss norðursins Ingólfur Árni Gunnarsson skrifar 23. maí 2014 10:10 Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvörðunum á sveitarstjórnarstigi. Reykjavíkurborg hefur gert tilraun með rafræna samráðsvettvanginn „Betri Reykjavík“ og hann er skref í rétta átt en galli þess tilraunaverkefnis er að það hefur einskorðast við minni og staðbundnari mál. Eftir vel heppnaðar Icesave kosningar hafa kröfur um aðkomu almennings að mikilvægum málum á Íslandi sífellt orðið háværari. Illa hefur gengið að koma nýjum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána en í núgildandi sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að ráðgefandi sem og bindandi íbúakosningar séu haldnar. Með smávægilegum breytingum á sveitarstjórnarlögum væri hægt að styðjast við rafrænar íbúakosningar á sveitarstjórnarstigi sem myndi gera kosningar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Píratar í Kópavogi vilja ekki einskorða þátttöku almennings í ákvörðunartökunni við minni málin. Við teljum að bæjarfulltrúum væri hollt að hafa í huga að tillögur sem þeir bera fram í bæjarstjórn gætu lent í íbúakosningu. Það eitt að mál gætu endað í íbúakosningu væri gott aðhald að stjórnsýslunni. Myndi til dæmis einhverjum detta í hug að stinga upp á því að þrefalda laun bæjarfulltrúa í einu stökki eða að byggja golfskála fyrir 630 milljónir króna ef slík ákvörðun yrði borin undir bæjarbúa? Ég held ekki. Við Píratar viljum að Kópavogsbúar fái að hafa meira að segja um rekstur bæjarins og við ættum að líta til Sviss sem fyrirmyndar í þeim málum. Svisslendingar eru ekki hræddir við að leyfa þjóðinni að ráða. Þeir halda reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Núna í maí kusu þeir til dæmis um kaup á herþotum frá Svíþjóð og hvort koma ætti á lágmarkslaunum í landinu. Ísland varð ekki að Kúbu norðursins eftir Icesave kosningarnar en kannski getur Kópavogur orðið Sviss norðursins ef Píratar komast til áhrifa í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvörðunum á sveitarstjórnarstigi. Reykjavíkurborg hefur gert tilraun með rafræna samráðsvettvanginn „Betri Reykjavík“ og hann er skref í rétta átt en galli þess tilraunaverkefnis er að það hefur einskorðast við minni og staðbundnari mál. Eftir vel heppnaðar Icesave kosningar hafa kröfur um aðkomu almennings að mikilvægum málum á Íslandi sífellt orðið háværari. Illa hefur gengið að koma nýjum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána en í núgildandi sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að ráðgefandi sem og bindandi íbúakosningar séu haldnar. Með smávægilegum breytingum á sveitarstjórnarlögum væri hægt að styðjast við rafrænar íbúakosningar á sveitarstjórnarstigi sem myndi gera kosningar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Píratar í Kópavogi vilja ekki einskorða þátttöku almennings í ákvörðunartökunni við minni málin. Við teljum að bæjarfulltrúum væri hollt að hafa í huga að tillögur sem þeir bera fram í bæjarstjórn gætu lent í íbúakosningu. Það eitt að mál gætu endað í íbúakosningu væri gott aðhald að stjórnsýslunni. Myndi til dæmis einhverjum detta í hug að stinga upp á því að þrefalda laun bæjarfulltrúa í einu stökki eða að byggja golfskála fyrir 630 milljónir króna ef slík ákvörðun yrði borin undir bæjarbúa? Ég held ekki. Við Píratar viljum að Kópavogsbúar fái að hafa meira að segja um rekstur bæjarins og við ættum að líta til Sviss sem fyrirmyndar í þeim málum. Svisslendingar eru ekki hræddir við að leyfa þjóðinni að ráða. Þeir halda reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Núna í maí kusu þeir til dæmis um kaup á herþotum frá Svíþjóð og hvort koma ætti á lágmarkslaunum í landinu. Ísland varð ekki að Kúbu norðursins eftir Icesave kosningarnar en kannski getur Kópavogur orðið Sviss norðursins ef Píratar komast til áhrifa í Kópavogi.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar